Firmino skoraði þrennu þegar Liverpool niðurlægði Arsenal Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. desember 2018 19:15 Firmino fagnar einu marka sinna vísir/getty Liverpool er með níu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir auðveldan sigur á Arsenal á Anfield í lokaleik dagsins. Gestirnir frá Lundúnum fengu draumabyrjun þegar tvítugur, uppalinn Arsenalmaður að nafni Ainsley Maitland-Niles skoraði eftir aðeins 11 mínútna leik. Frábær sending inn á teiginn frá Alex Iwobi og Maitland-Niles stýrði boltanum framhjá Alisson í marki Liverpool. Liverpool var hins vegar aðeins þrjár mínútur undir. Roberto Firmino jafnaði metinn á 14. mínútu eftir að boltinn hrökk á milli manna í teignum. Rúmri mínútu síðar var Firmino búinn að koma Liverpool yfir. Vörn Arsenal míglekur og varnarleikurinn í þessum leik sýndi það svart á hvítu afhverju liðið er ekki ofar í töflunni. Trekk í trekk komust leikmenn Liverpool í færi og á móti annari eins sóknarógn þá þarf að gera betur. Sadio Mane kom Liverpool í 3-1 eftir um hálftíma leik upp úr hornspyrnu og Mohamed Salah kom stöðunni í 4-1 áður en flautað var til hálfleiks úr vítaspyrnu. Seinni hálfleikurinn var í raun bara spilaður afþví fótboltaleikur þarf að vera 90 mínútur. Arsenal var aldrei líklegt til þess að koma til baka. Leikurinn var frekar rólegur en Liverpool þó mun betra liðið á vellinum og fékk sín færi. Á 65. mínútu fékk Liverpool annað víti og í þetta skipti fór Firmino á punktinn. Brasilíumaðurinn innsiglaði þrennuna af öryggi og er hann þriðji Liverpoolleikmaðurinn í sögunni sem skorar þrennu gegn Arsenal. Mörkin urðu ekki fleiri og leikurinn fjaraði út. Liverpool er því með níu stiga forskot á Tottenham á toppnum, en Manchester City getur komist í annað sætið á morgun. Arsenal er í fimmta sætinu, tveimur stigum á eftir Chelsea sem á leik til góða. Enski boltinn
Liverpool er með níu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir auðveldan sigur á Arsenal á Anfield í lokaleik dagsins. Gestirnir frá Lundúnum fengu draumabyrjun þegar tvítugur, uppalinn Arsenalmaður að nafni Ainsley Maitland-Niles skoraði eftir aðeins 11 mínútna leik. Frábær sending inn á teiginn frá Alex Iwobi og Maitland-Niles stýrði boltanum framhjá Alisson í marki Liverpool. Liverpool var hins vegar aðeins þrjár mínútur undir. Roberto Firmino jafnaði metinn á 14. mínútu eftir að boltinn hrökk á milli manna í teignum. Rúmri mínútu síðar var Firmino búinn að koma Liverpool yfir. Vörn Arsenal míglekur og varnarleikurinn í þessum leik sýndi það svart á hvítu afhverju liðið er ekki ofar í töflunni. Trekk í trekk komust leikmenn Liverpool í færi og á móti annari eins sóknarógn þá þarf að gera betur. Sadio Mane kom Liverpool í 3-1 eftir um hálftíma leik upp úr hornspyrnu og Mohamed Salah kom stöðunni í 4-1 áður en flautað var til hálfleiks úr vítaspyrnu. Seinni hálfleikurinn var í raun bara spilaður afþví fótboltaleikur þarf að vera 90 mínútur. Arsenal var aldrei líklegt til þess að koma til baka. Leikurinn var frekar rólegur en Liverpool þó mun betra liðið á vellinum og fékk sín færi. Á 65. mínútu fékk Liverpool annað víti og í þetta skipti fór Firmino á punktinn. Brasilíumaðurinn innsiglaði þrennuna af öryggi og er hann þriðji Liverpoolleikmaðurinn í sögunni sem skorar þrennu gegn Arsenal. Mörkin urðu ekki fleiri og leikurinn fjaraði út. Liverpool er því með níu stiga forskot á Tottenham á toppnum, en Manchester City getur komist í annað sætið á morgun. Arsenal er í fimmta sætinu, tveimur stigum á eftir Chelsea sem á leik til góða.
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti