Næturstrætó ekur áfram á næsta ári Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 11:31 Strætisvagnar hafa ekið um höfuðborgarsvæðið að næturlagi um helgar allt síðastliðið ár. Vísir/Vilhelm Strætó mun áfram aka að næturlagi um höfuðborgarsvæðið á komandi ári. Ætla má að einhverjar breytingar verði þó gerðar á leiðakerfinu sem kynntar verða betur síðar. Hinn svokallaði næturstrætó hélt í sína fyrstu ferð í upphafi árs, undir þeim formerkjum að um tilraunaverkefni til eins árs væri að ræða. Ekið hefur verið eftir sex leiðum, sem ýmist hefjast við Stjórnarráðið eða Hlemm. Fyrsta ferð hefur lagt af stað úr miðborginni um klukkan 1 en sú síðasta á fjórða tímanum.Sjá einnig: Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkustUm miðjan október var hins vegar greint frá því að framtíð næturakstursins væri óljós. Ágætis nýting væri á tveimur leiðum af sex en minni á hinum fjórum og því væri til umræðu hjá stjórn Strætó hvort áfram ætti að bjóða upp á þessa þjónustu á nýju ári - og þá hvernig. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að nú liggi hins vegar fyrir að næturstrætóinn muni áfram aka um götur borgarinnar eftir áramót. Hugsanlega verði þó gerðar breytingar síðar á árinu á þeim leiðum sem eru minna notaðar, vísar hann þar til leiða 102, 103, 105 og 111. Það verði þó auglýst betur þegar endanleg ákvörðun stjórnarinnar liggur fyrir. Hér að neðan má sjá farþegatölur Strætó fyrir árið 2018, að frátöldum desember. Þar má sjá að notkun næturvagnanna er sérstaklega mæld, en að sögn Guðmundar er að finna búnað í meirihluta vagnanna sem mælir innstig. Þannig geti Strætó fylgst með farþegafjölda.Fjöldi innstiga 2018 Almennar leiðirNæturleiðirSamtalsJanúar9560001700957700Febrúar9290002100931100Mars101600022001018200Apríl9410001900942900Maí9050002100907100Júní8700002400872400Júlí7820002200784200Ágúst9490002800951800September101300026001015600Október110800019001109900Nóvember109400021001096100 Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27 Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30 Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Strætó mun áfram aka að næturlagi um höfuðborgarsvæðið á komandi ári. Ætla má að einhverjar breytingar verði þó gerðar á leiðakerfinu sem kynntar verða betur síðar. Hinn svokallaði næturstrætó hélt í sína fyrstu ferð í upphafi árs, undir þeim formerkjum að um tilraunaverkefni til eins árs væri að ræða. Ekið hefur verið eftir sex leiðum, sem ýmist hefjast við Stjórnarráðið eða Hlemm. Fyrsta ferð hefur lagt af stað úr miðborginni um klukkan 1 en sú síðasta á fjórða tímanum.Sjá einnig: Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkustUm miðjan október var hins vegar greint frá því að framtíð næturakstursins væri óljós. Ágætis nýting væri á tveimur leiðum af sex en minni á hinum fjórum og því væri til umræðu hjá stjórn Strætó hvort áfram ætti að bjóða upp á þessa þjónustu á nýju ári - og þá hvernig. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að nú liggi hins vegar fyrir að næturstrætóinn muni áfram aka um götur borgarinnar eftir áramót. Hugsanlega verði þó gerðar breytingar síðar á árinu á þeim leiðum sem eru minna notaðar, vísar hann þar til leiða 102, 103, 105 og 111. Það verði þó auglýst betur þegar endanleg ákvörðun stjórnarinnar liggur fyrir. Hér að neðan má sjá farþegatölur Strætó fyrir árið 2018, að frátöldum desember. Þar má sjá að notkun næturvagnanna er sérstaklega mæld, en að sögn Guðmundar er að finna búnað í meirihluta vagnanna sem mælir innstig. Þannig geti Strætó fylgst með farþegafjölda.Fjöldi innstiga 2018 Almennar leiðirNæturleiðirSamtalsJanúar9560001700957700Febrúar9290002100931100Mars101600022001018200Apríl9410001900942900Maí9050002100907100Júní8700002400872400Júlí7820002200784200Ágúst9490002800951800September101300026001015600Október110800019001109900Nóvember109400021001096100
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27 Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30 Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27
Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30
Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26