Aðkoman á slysstað skelfileg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 11:17 Mynd af brúnni, tekin í nóvember 2017. Google Maps/Joseph M Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. Þetta segir sjónarvottur sem Vísir náði tali af og var einn af þeim fyrstu á vettvang. Aðkoman hafi verið skelfileg á slysstað. Hann telur að um ferðamenn hafi verið að ræða á bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottinum fór bíllinn út af á miðri brúnni en lenti þó ekki úti í ánni þar sem brúin er löng og að stórum hluta yfir sand. Brúin er mjög há, eða um átta metrar, einbreið og með útskotum til þess að mæta bílum. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið á vettvang. Þegar Vísir náði tali af lögreglunni á Suðurlandi um klukkan ellefu í morgun var enn verið að vinna í því að bjarga fólki úr bílnum. Einhverjir farþegar eru alvarlega slasaðir en ekki liggur fyrir hversu margir. Önnur þyrla Gæslunnar kom við á Selfossi þar sem hún sótti slökkviliðsmenn sem höfðu klippur meðferðis til að ná fólki úr bílnum. Flutti þyrlan einnig lækna á vettvang. Allt tiltækt björgunarlið á Suðurlandi var kallað út vegna slyssins sem og björgunarsveitir frá Höfn alveg að Selfossi.Uppfært klukkan 11:24Neyðarlínu barst í morgun kl. 09:42 tilkynning um að bifreið hafi verið ekið út af brúnni yfir Núpsvötn, í gegn um vegriðið þar og niður á áraurana þar fyrir neðan. Björgunarlið er komið á vettvang frá nálægum þéttbýliskjörnum og fleiri eru að lenda á vettvangi. M.a. 2 þyrlur LHG. Upplýst er að 7 manns voru í bifreiðinni og af þeim eru fjórir látnir. Hinir 3 eru alvarlega slasaðir. Stjórnstöð almannavarna á Suðurlandi hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi. Suðurlandsvegur er lokaður og ljóst að svo verður eitthvað fram eftir degi vegna vinnu við björgun og rannsókn vettvangs. Engin hjáleið er í boði framhjá vettvangi.Uppfært klukkan 12:20Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglu eru þrír látnir en ekki fjórir eins og kom fram í fyrri tilkynningu lögreglu. Fjórir eru alvarlega slasaðir. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. Þetta segir sjónarvottur sem Vísir náði tali af og var einn af þeim fyrstu á vettvang. Aðkoman hafi verið skelfileg á slysstað. Hann telur að um ferðamenn hafi verið að ræða á bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottinum fór bíllinn út af á miðri brúnni en lenti þó ekki úti í ánni þar sem brúin er löng og að stórum hluta yfir sand. Brúin er mjög há, eða um átta metrar, einbreið og með útskotum til þess að mæta bílum. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið á vettvang. Þegar Vísir náði tali af lögreglunni á Suðurlandi um klukkan ellefu í morgun var enn verið að vinna í því að bjarga fólki úr bílnum. Einhverjir farþegar eru alvarlega slasaðir en ekki liggur fyrir hversu margir. Önnur þyrla Gæslunnar kom við á Selfossi þar sem hún sótti slökkviliðsmenn sem höfðu klippur meðferðis til að ná fólki úr bílnum. Flutti þyrlan einnig lækna á vettvang. Allt tiltækt björgunarlið á Suðurlandi var kallað út vegna slyssins sem og björgunarsveitir frá Höfn alveg að Selfossi.Uppfært klukkan 11:24Neyðarlínu barst í morgun kl. 09:42 tilkynning um að bifreið hafi verið ekið út af brúnni yfir Núpsvötn, í gegn um vegriðið þar og niður á áraurana þar fyrir neðan. Björgunarlið er komið á vettvang frá nálægum þéttbýliskjörnum og fleiri eru að lenda á vettvangi. M.a. 2 þyrlur LHG. Upplýst er að 7 manns voru í bifreiðinni og af þeim eru fjórir látnir. Hinir 3 eru alvarlega slasaðir. Stjórnstöð almannavarna á Suðurlandi hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi. Suðurlandsvegur er lokaður og ljóst að svo verður eitthvað fram eftir degi vegna vinnu við björgun og rannsókn vettvangs. Engin hjáleið er í boði framhjá vettvangi.Uppfært klukkan 12:20Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglu eru þrír látnir en ekki fjórir eins og kom fram í fyrri tilkynningu lögreglu. Fjórir eru alvarlega slasaðir.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19