Innlent

Jólahugvekja Siðmenntar á X-inu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jóhann Björnsson, fyrrverandi formaður Siðmenntar, flytur jólahugvekju félagsins.
Jóhann Björnsson, fyrrverandi formaður Siðmenntar, flytur jólahugvekju félagsins.
Árlegri jólahugvekju Siðmenntar verður útvarpað á X-inu 977 klukkan 18 í dag. Er þetta í sjötta sinn sem jólahugvekjunni er útvarpað á stöðinni en hana flytur Jóhann Björnsson, fyrrverandi formaður félagsins.

Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi og var stofnað árið 1990 í kringum borgaralegu fermingu.

Að því er segir á heimasíðu félagsins þróaðist það fljótt í að vera fullgilt húmanískt félag með aðild að alþjóðasamtökum húmanista.

Siðmennt er „veraldlegt lífsskoðunarfélag og hefur að viðfangsefni þau viðhorf og lífsgildi sem eru persónulega mikilvæg og náin hverjum einstaklingi í leit að tilgangi og hamingju í lífinu,“ eins og segir á heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×