Erlendir ferðamenn með kortin á lofti í nóvember Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2018 11:09 Erlend kortavelta í verslun jókst um 17,5% á á milli ára og nam 2,4 milljörðum króna í nóvember. FBL/Anton Aukning varð í flestum útgjaldaflokkum kortaveltu erlendra ferðamanna í nóvember en aukningin mælist í heildina 8,4% á milli ára og var heildarvelta erlendra korta 15,6 milljarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar en þar segir að hlutfallslega aukningin sé mun meiri í raun en færsluhirðing korta innlendra flugfélaga hefur undanfarið ár færst frá innlendum færsluhirðum og því horfið úr þeim tölum sem eru birtar. Þannig var aukningin 18,2% ef litið er fram hjá flugþjónustu en það jafngildir 1,1% aukningu í kortaveltu á mann á föstu gengi. Heildarveltan án flugþjónustu var um 15 milljarðar kr. í nóvember síðastliðnum. Erlend kortavelta í verslun jókst um 17,5% á á milli ára og nam 2,4 milljörðum króna í nóvember. Rannsóknarsetrið segir að kortaveltan hafi aukist mest hjá gjafa- og minjagripaverslunum í nóvember eða um 45% frá sama mánuði í fyrra og í flokknum önnur verslun um ríflega 20,8% en flokkurinn inniheldur sérvöru ýmiskonar. Veltuaukning þessara tveggja flokka samanlagt frá nóvember í fyrra nemur 218 milljónum. Hækkunin er nokkuð rífleg en gengi krónunnar hefur lækkað um 12,7% á sama tímabili og kaupmáttur ferðamanna hérlendis þar með hækkað. Hugsanlegt er að með hagstæðara gengi hafi erlendir ferðamann ákveðið að kaupa eitthvað til jólanna hérlendis, líkt og minjagripi fyrir vini og vandamenn. Þá jókst erlend kortavelta dagvöruverslana um 10,7% í nóvember samanborið við nóvember í fyrra. Greiðslukortavelta í gistiþjónustu jókst um 18,7% á milli ára í nóvember en krónutöluhækkunin nam tæpum 573 millj. kr. Mest var aukningin í hótelgistingu, sem kemur vart á óvart sé tekið mið af árstíma. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fjölgaði ferðamönnum um 3,7% á milli ára í nóvember á meðan verðlagshækkun gistingar samkvæmt Hagstofunni var tæpt 1% frá fyrra ári. Þá fjölgaði gistináttum samkvæmt Hagstofunni aðeins lítillega, eða um 1% á milli ára í liðnum mánuði. Ein skýring á hærri vexti greiðslukortaveltu en fjölgun gistinátta felst í því að margir gististaðir verðleggja og selja þjónustu sína í erlendum gjaldmiðli en líkt og áður kom fram hefur gengi krónunar gefið talsvert eftir. Velta erlendra greiðslukorta í flokknum ýmis ferðaþjónusta, sem nær yfir hinar ýmsu skipulögðu ferðir, jókst um 22,1% í nóvember samanborið við fyrra ár. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var tíðarfar í nóvember síðastliðnum almennt nokkuð gott, snjólítið var á flestum stöðum og fremur hlýtt í veðri. Sem gæti hafa ýtt undir meiri veltu í flokknum. Kortavelta í flokki veitingaþjónustu hækkaði í nóvember síðastliðnum um 16,5% á milli ára. Þá jókst erlend kortavelta í sölu eldsneytis talsvert á milli ára, var veltan 25,4% hærri í nóvember í ár, samanborið við fyrra ár. Eldsneytisverð hefur verið að hækka á árinu sem er að líða, það er þó til marks um meira umfang að greiðslukortavelta í flokki bílaleiga hækkaði einnig í nóvember síðastliðnum, um 9,5% á milli ára. Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira
Aukning varð í flestum útgjaldaflokkum kortaveltu erlendra ferðamanna í nóvember en aukningin mælist í heildina 8,4% á milli ára og var heildarvelta erlendra korta 15,6 milljarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar en þar segir að hlutfallslega aukningin sé mun meiri í raun en færsluhirðing korta innlendra flugfélaga hefur undanfarið ár færst frá innlendum færsluhirðum og því horfið úr þeim tölum sem eru birtar. Þannig var aukningin 18,2% ef litið er fram hjá flugþjónustu en það jafngildir 1,1% aukningu í kortaveltu á mann á föstu gengi. Heildarveltan án flugþjónustu var um 15 milljarðar kr. í nóvember síðastliðnum. Erlend kortavelta í verslun jókst um 17,5% á á milli ára og nam 2,4 milljörðum króna í nóvember. Rannsóknarsetrið segir að kortaveltan hafi aukist mest hjá gjafa- og minjagripaverslunum í nóvember eða um 45% frá sama mánuði í fyrra og í flokknum önnur verslun um ríflega 20,8% en flokkurinn inniheldur sérvöru ýmiskonar. Veltuaukning þessara tveggja flokka samanlagt frá nóvember í fyrra nemur 218 milljónum. Hækkunin er nokkuð rífleg en gengi krónunnar hefur lækkað um 12,7% á sama tímabili og kaupmáttur ferðamanna hérlendis þar með hækkað. Hugsanlegt er að með hagstæðara gengi hafi erlendir ferðamann ákveðið að kaupa eitthvað til jólanna hérlendis, líkt og minjagripi fyrir vini og vandamenn. Þá jókst erlend kortavelta dagvöruverslana um 10,7% í nóvember samanborið við nóvember í fyrra. Greiðslukortavelta í gistiþjónustu jókst um 18,7% á milli ára í nóvember en krónutöluhækkunin nam tæpum 573 millj. kr. Mest var aukningin í hótelgistingu, sem kemur vart á óvart sé tekið mið af árstíma. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fjölgaði ferðamönnum um 3,7% á milli ára í nóvember á meðan verðlagshækkun gistingar samkvæmt Hagstofunni var tæpt 1% frá fyrra ári. Þá fjölgaði gistináttum samkvæmt Hagstofunni aðeins lítillega, eða um 1% á milli ára í liðnum mánuði. Ein skýring á hærri vexti greiðslukortaveltu en fjölgun gistinátta felst í því að margir gististaðir verðleggja og selja þjónustu sína í erlendum gjaldmiðli en líkt og áður kom fram hefur gengi krónunar gefið talsvert eftir. Velta erlendra greiðslukorta í flokknum ýmis ferðaþjónusta, sem nær yfir hinar ýmsu skipulögðu ferðir, jókst um 22,1% í nóvember samanborið við fyrra ár. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var tíðarfar í nóvember síðastliðnum almennt nokkuð gott, snjólítið var á flestum stöðum og fremur hlýtt í veðri. Sem gæti hafa ýtt undir meiri veltu í flokknum. Kortavelta í flokki veitingaþjónustu hækkaði í nóvember síðastliðnum um 16,5% á milli ára. Þá jókst erlend kortavelta í sölu eldsneytis talsvert á milli ára, var veltan 25,4% hærri í nóvember í ár, samanborið við fyrra ár. Eldsneytisverð hefur verið að hækka á árinu sem er að líða, það er þó til marks um meira umfang að greiðslukortavelta í flokki bílaleiga hækkaði einnig í nóvember síðastliðnum, um 9,5% á milli ára.
Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira