Tveimur hótelstarfsmönnum sagt upp fyrir að henda svörtum gesti út Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 21:49 DoubleTree hótelið í Oregon. Google Maps DoubleTree hótelið í Portland, sem rekið er af risahótelkeðjunni Hilton, hefur sagt upp tveimur starfsmönnum sínum sem sakaðir höfðu verið um kynþáttafordóma eftir að myndband náðist af þeim þar sem þeir gerðu þeldökkum hótelgesti að yfirgefa hótelið. BBC greinir frá þessu. Starfsmennirnir sögðu manninn, Jermaine Massey, vera ógn við öryggi annarra gesta þar sem hann „slóraði“ í anddyri hótelsins. Massey sagðist aðeins hafa verið að svara mikilvægu símtali í annars tómu anddyrinu. Hann birti á Þorláksmessu myndband sem hann tók af atvikinu á Twitter. Í færslunni sagðist hann hafa verið „tekinn fyrir á grundvelli kynþáttar og mismunað fyrir að taka símtal í anddyrinu.“Tonight I was racially profiled and discriminated against for taking a phone call in the lobby of my hotel room at @doubletreepdx@doubletree.The security guard “Earl” decided that he would call the police on me,the exact reason is still unclear to me.pls watch and retweet! pic.twitter.com/sZ5ABNsiEO — Jermaine (@Mymainereason1) December 23, 2018 Í myndbandinu af atvikinu, sem átti sér stað 22. desember, sést annar starfsmaðurinn, öryggisvörður sem fjölmiðlar vestanhafs greina frá að heiti Earl Meyers, þar sem hann stendur yfir Massey og skipar honum að yfirgefa hótelið. Engu máli virðist þá skipta að Massey segist vera gestur á hótelinu. „Ekki lengur,“ svaraði Meyers þá og tilkynnti að búið væri að hafa samband við lögregluna vegna Massey. Lögmaður Massey segir hann hafa sýnt fram á hóteldvöl sína með því að framvísa lykilkorti sem gekk að herbergi hans en allt hafi komið fyrir ekki. Hann sagði eina glæpinn sem Massey hefði gerst sekur um vera „að hringja í móður sína og vera svartur á sama tíma.“ DoubleTree hótelið birti í gær Twitter-færslu þar sem greint var frá því að tveimur starfsmönnum hótelsins hefði verið sagt upp vegna málsins og að hótelið liti hvers konar kynþáttamismunun alvarlegum augum. Þá var Massey beðinn innilegrar afsökunar. Margir netverjar hafa svarað færslu hótelsins fullum hálsi og gagnrýna seinagang þess við að gefa út afsökunarbeiðni. Telja margir að afsökunarbeiðnin hafi aðeins verið gefin út til þess að bjarga ímynd hótelsins eftir að málið vakti athygli fjölmiðla.DoubleTree by Hilton has zero tolerance for racism. The DoubleTree by Hilton Portland, independently owned and operated, terminated 2 employees involved in the mistreatment of Mr. Massey and is working with Diversity & Inclusion experts. Hilton deeply apologizes to Mr. Massey. — DoubleTree by Hilton (@doubletree) December 29, 2018 Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
DoubleTree hótelið í Portland, sem rekið er af risahótelkeðjunni Hilton, hefur sagt upp tveimur starfsmönnum sínum sem sakaðir höfðu verið um kynþáttafordóma eftir að myndband náðist af þeim þar sem þeir gerðu þeldökkum hótelgesti að yfirgefa hótelið. BBC greinir frá þessu. Starfsmennirnir sögðu manninn, Jermaine Massey, vera ógn við öryggi annarra gesta þar sem hann „slóraði“ í anddyri hótelsins. Massey sagðist aðeins hafa verið að svara mikilvægu símtali í annars tómu anddyrinu. Hann birti á Þorláksmessu myndband sem hann tók af atvikinu á Twitter. Í færslunni sagðist hann hafa verið „tekinn fyrir á grundvelli kynþáttar og mismunað fyrir að taka símtal í anddyrinu.“Tonight I was racially profiled and discriminated against for taking a phone call in the lobby of my hotel room at @doubletreepdx@doubletree.The security guard “Earl” decided that he would call the police on me,the exact reason is still unclear to me.pls watch and retweet! pic.twitter.com/sZ5ABNsiEO — Jermaine (@Mymainereason1) December 23, 2018 Í myndbandinu af atvikinu, sem átti sér stað 22. desember, sést annar starfsmaðurinn, öryggisvörður sem fjölmiðlar vestanhafs greina frá að heiti Earl Meyers, þar sem hann stendur yfir Massey og skipar honum að yfirgefa hótelið. Engu máli virðist þá skipta að Massey segist vera gestur á hótelinu. „Ekki lengur,“ svaraði Meyers þá og tilkynnti að búið væri að hafa samband við lögregluna vegna Massey. Lögmaður Massey segir hann hafa sýnt fram á hóteldvöl sína með því að framvísa lykilkorti sem gekk að herbergi hans en allt hafi komið fyrir ekki. Hann sagði eina glæpinn sem Massey hefði gerst sekur um vera „að hringja í móður sína og vera svartur á sama tíma.“ DoubleTree hótelið birti í gær Twitter-færslu þar sem greint var frá því að tveimur starfsmönnum hótelsins hefði verið sagt upp vegna málsins og að hótelið liti hvers konar kynþáttamismunun alvarlegum augum. Þá var Massey beðinn innilegrar afsökunar. Margir netverjar hafa svarað færslu hótelsins fullum hálsi og gagnrýna seinagang þess við að gefa út afsökunarbeiðni. Telja margir að afsökunarbeiðnin hafi aðeins verið gefin út til þess að bjarga ímynd hótelsins eftir að málið vakti athygli fjölmiðla.DoubleTree by Hilton has zero tolerance for racism. The DoubleTree by Hilton Portland, independently owned and operated, terminated 2 employees involved in the mistreatment of Mr. Massey and is working with Diversity & Inclusion experts. Hilton deeply apologizes to Mr. Massey. — DoubleTree by Hilton (@doubletree) December 29, 2018
Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira