Samstarfi hjálparsveita og skógræktar vel tekið Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2019 06:15 Skógræktarfólk gróðursetur rótarskot hjálparsveita í sumar. Fréttablaðið/Ernir Nýjung björgunarsveitanna, að bjóða landsmönnum upp á að kaupa græðling til gróðursetningar í nýjum áramótaskógi Skógræktarfélags Íslands, var afar vel tekið og seldust þúsundir rótarskota vítt og breitt um landið fyrir þessi áramót. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir samstarfið komið til að vera og hugmyndin þróuð áfram. „Við erum nú ekki komin með nákvæmar tölur um hversu mörg rótarskot voru seld um þessi áramótin en öll 15.000 eintökin sem við létum útbúa fóru út til björgunarsveitanna. Langflestar þeirra þurftu að panta inn rótarskot aftur því þau seldustu upp í upphafi,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. „Því er ljóst að nokkur þúsund rótarskot hið minnsta hafa selst.“ Verkefnið er samstarfsverkefni Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þar er formaður Jónatan Garðarsson, hann er að vonum ánægður með þetta verkefni. „Við tökum við þessum græðlingum og næsta sumar munum við planta þessu í nýjum skógi við Þorlákshöfn. Þetta samstarf er mjög jákvætt og þegar fram líða stundir verður þessi skógur orðinn stór og fallegur sem allir geta heimsótt og átt góðar stundir í,“ segir Jónatan. „Þessi hugmynd Rakelar Kristinsdóttur mun vonandi verða þess valdandi að einstaklingar geti stutt við björgunarsveitirnar og hugað að náttúrunni í leiðinni.“ Jón Svanberg segir flugeldasöluna um þessi áramót hafa verið kannski örlítið minni en um síðustu áramót. „Sumir voru á pari en aðrir aðeins undir því sem var í fyrra. Það er líklegt að við verðum mjög nálægt sölunni um síðustu áramót. Þetta fer auðvitað í smá sveiflum eins og gengur og gerist.“ Jón segir rótarskotið hafa laðað að nýja viðskiptavini. „Það kom fólk inn á sölustaðina sem hafði aldrei stigið fæti inn til okkar. Nú gerðu þeir það til að kaupa rótarskot sem er auðvitað frábært fyrir alla. Því bindum við miklar vonir við þessa fjáröflun.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Nýjung björgunarsveitanna, að bjóða landsmönnum upp á að kaupa græðling til gróðursetningar í nýjum áramótaskógi Skógræktarfélags Íslands, var afar vel tekið og seldust þúsundir rótarskota vítt og breitt um landið fyrir þessi áramót. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir samstarfið komið til að vera og hugmyndin þróuð áfram. „Við erum nú ekki komin með nákvæmar tölur um hversu mörg rótarskot voru seld um þessi áramótin en öll 15.000 eintökin sem við létum útbúa fóru út til björgunarsveitanna. Langflestar þeirra þurftu að panta inn rótarskot aftur því þau seldustu upp í upphafi,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. „Því er ljóst að nokkur þúsund rótarskot hið minnsta hafa selst.“ Verkefnið er samstarfsverkefni Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þar er formaður Jónatan Garðarsson, hann er að vonum ánægður með þetta verkefni. „Við tökum við þessum græðlingum og næsta sumar munum við planta þessu í nýjum skógi við Þorlákshöfn. Þetta samstarf er mjög jákvætt og þegar fram líða stundir verður þessi skógur orðinn stór og fallegur sem allir geta heimsótt og átt góðar stundir í,“ segir Jónatan. „Þessi hugmynd Rakelar Kristinsdóttur mun vonandi verða þess valdandi að einstaklingar geti stutt við björgunarsveitirnar og hugað að náttúrunni í leiðinni.“ Jón Svanberg segir flugeldasöluna um þessi áramót hafa verið kannski örlítið minni en um síðustu áramót. „Sumir voru á pari en aðrir aðeins undir því sem var í fyrra. Það er líklegt að við verðum mjög nálægt sölunni um síðustu áramót. Þetta fer auðvitað í smá sveiflum eins og gengur og gerist.“ Jón segir rótarskotið hafa laðað að nýja viðskiptavini. „Það kom fólk inn á sölustaðina sem hafði aldrei stigið fæti inn til okkar. Nú gerðu þeir það til að kaupa rótarskot sem er auðvitað frábært fyrir alla. Því bindum við miklar vonir við þessa fjáröflun.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira