Hnignun kolaiðnaðarins heldur áfram þrátt fyrir fyrirheit Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2019 11:48 Kolaorkuver í Bandaríkjunum hafa átt undir högg að sækja, ekki síst vegna ódýrs jarðgass sem hefur flætt út á markaðinn undanfarin ár. Vísir/Getty Fleiri kolaorkuverum hefur verið lokað í Bandaríkjunum á fyrri helmingi kjörtímabils Donalds Trump forseta en á öllu fyrra kjörtímabili Baracks Obama þrátt fyrir markvissar tilraunir Trump til að blása lífi í hnignandi kolaiðnaðinn. Uppgangur í jarðgasi og endurnýjanlegum orkugjöfum hefur kippt fótunum undan kolaorkuverkunum. Alls var kolaorkuverum sem framleiddu meira en 23.500 megavött orku lokað frá 2017 til 2018 samkvæmt gögnum Reuters-fréttastofunnar og Orkuupplýsingastofnunar Bandaríkjanna. Til samanburðar hurfu 14.900 megavött kolaorku frá 2009 til 2012, fyrsta kjörtímabil Obama þáverandi forseta. Trump forseti lofaði að endurvekja kolaiðnaðinn í kosningabaráttu sinni. Ríkisstjórn hans hefur afnumið fjölda umhverfis- og loftslagsreglna sem settar voru í tíð Obama til að auðvelda kolaorkuverum lífið. Engu að síður var samdrátturinn í kolaorku í fyrra sá annar mesti í sögunni á eftir árinu 2015 þegar Obama var enn forseti. Ekki sér fyrir endann á hnignun kolaiðnaðarins. Orkufyrirtækin segja ætla að loka verum sem framleiða samtals 8.422 megavött á þessu ári. Á móti ætla þau að bæta við vind-, sólar- og gasorku. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fleiri kolaorkuverum hefur verið lokað í Bandaríkjunum á fyrri helmingi kjörtímabils Donalds Trump forseta en á öllu fyrra kjörtímabili Baracks Obama þrátt fyrir markvissar tilraunir Trump til að blása lífi í hnignandi kolaiðnaðinn. Uppgangur í jarðgasi og endurnýjanlegum orkugjöfum hefur kippt fótunum undan kolaorkuverkunum. Alls var kolaorkuverum sem framleiddu meira en 23.500 megavött orku lokað frá 2017 til 2018 samkvæmt gögnum Reuters-fréttastofunnar og Orkuupplýsingastofnunar Bandaríkjanna. Til samanburðar hurfu 14.900 megavött kolaorku frá 2009 til 2012, fyrsta kjörtímabil Obama þáverandi forseta. Trump forseti lofaði að endurvekja kolaiðnaðinn í kosningabaráttu sinni. Ríkisstjórn hans hefur afnumið fjölda umhverfis- og loftslagsreglna sem settar voru í tíð Obama til að auðvelda kolaorkuverum lífið. Engu að síður var samdrátturinn í kolaorku í fyrra sá annar mesti í sögunni á eftir árinu 2015 þegar Obama var enn forseti. Ekki sér fyrir endann á hnignun kolaiðnaðarins. Orkufyrirtækin segja ætla að loka verum sem framleiða samtals 8.422 megavött á þessu ári. Á móti ætla þau að bæta við vind-, sólar- og gasorku.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17