Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli þegar Kendall Lamont Anthony fór frá liðinu. Þegar menn lenda í neyð þá hringja þeir auðvitað í Rambo.
Valsmenn eru nefnilega búnir að semja við Bandaríkjamanninn Dominique Rambo sem á að fylla skarð Kendall sem leikstjórnandi liðsins.
Rambo var síðast að bjarga málum í Sviss en kemur nú á Hlíðarenda. Þetta er 27 ára strákur sem er frá Dallas. Vert er að geta þess að hann spilaði með Assemblies of God háskólanum á sínum tíma.
Kendall var með 31,5 stig að meðaltali í leik hjá Valsmönnum og því ansi stórt skarð að fylla. Ef einhver ætti að geta það þá er það Rambo.
