Nýjar tillögur geti lækkað leiguverð um allt að 30 þúsund krónur Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. janúar 2019 13:30 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Leiguverð í almenna íbúðakerfinu gæti lækkað um fimmtán til þrjátíu þúsund krónur á mánuði ef vextir á lánum fyrir byggingu íbúðanna lækka um eitt og hálft prósentustig, að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Drífa Snædal ræddi um tillögur átakshópsins í húsnæðismálum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og þar yfir mögulegar breytingar á fjármögnun til almenna íbúðakerfisins. Lagt er til að stofnaður verði nýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði þar sem félögum sem eru að byggja hagkvæmar íbúðir gætu fengið lán á lægri vöxtum og þannig lækkað fjármagnskostnað félagsins. „Almennu íbúðafélögin eru núna að fjármagna sig á 4,2% vöxtum. Ef við náum þeim niður í 2,6% eða 2,8% í gegnum nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði, þá erum við að tala um svona 15-30 þúsund króna lækkun á leigu á mánuði.“ Á sama tíma þurfi að byggja upp fleiri félög sem sjái um byggingu slíkra íbúða og gera fleirum kleift að flytja þar inn. „Þessar íbúðir sem að verkalýðsfélögin eru að byggja núna, þú þarft að vera innan ákveðinna tekjumarka til að komast þar inn. Það er reyndar hluti af þessari tillögu líka að hækka tekjumörkin til þess að fleiri komist inn í kerfið, þannig að það eru ýmsar tillögur þarna sem tala beint inn í kjör fólks.“ Viðtalið við Drífu í Sprengisandi má heyra í heild sinni hér að neðan. Húsnæðismál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Leiguverð í almenna íbúðakerfinu gæti lækkað um fimmtán til þrjátíu þúsund krónur á mánuði ef vextir á lánum fyrir byggingu íbúðanna lækka um eitt og hálft prósentustig, að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Drífa Snædal ræddi um tillögur átakshópsins í húsnæðismálum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og þar yfir mögulegar breytingar á fjármögnun til almenna íbúðakerfisins. Lagt er til að stofnaður verði nýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði þar sem félögum sem eru að byggja hagkvæmar íbúðir gætu fengið lán á lægri vöxtum og þannig lækkað fjármagnskostnað félagsins. „Almennu íbúðafélögin eru núna að fjármagna sig á 4,2% vöxtum. Ef við náum þeim niður í 2,6% eða 2,8% í gegnum nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði, þá erum við að tala um svona 15-30 þúsund króna lækkun á leigu á mánuði.“ Á sama tíma þurfi að byggja upp fleiri félög sem sjái um byggingu slíkra íbúða og gera fleirum kleift að flytja þar inn. „Þessar íbúðir sem að verkalýðsfélögin eru að byggja núna, þú þarft að vera innan ákveðinna tekjumarka til að komast þar inn. Það er reyndar hluti af þessari tillögu líka að hækka tekjumörkin til þess að fleiri komist inn í kerfið, þannig að það eru ýmsar tillögur þarna sem tala beint inn í kjör fólks.“ Viðtalið við Drífu í Sprengisandi má heyra í heild sinni hér að neðan.
Húsnæðismál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12
Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28
Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09