Breiðablik mun leika til úrslita í Fótbolta.net mótinu en það varð ljóst eftir að liðið vann stórsigur á Grindavík í Fífunni í dag.
Aron Bjarnason kom Blikum yfir strax á fimmtu mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik hrukku svo Blikarnir af alvöru í gang og skoruðu fjögur mörk, Brynjólfur Darri Willumsson 2, Kwame Quee 1 og Viktor Karl Einarsson 1.
Lokatölur því 5-0 fyrir Breiðablik og sigra þeir því riðil 2 þar sem þeir fengu sjö stig, HK fimm, Grindavík fjögur og ÍBV ekkert.
Breiðablik burstaði Grindavík
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti




Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn

„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn

Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Fótbolti


Sigurlíkur Liverpool minnkuðu
Fótbolti