Nekt í banka Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. janúar 2019 07:00 Starfsmenn Seðlabanka Íslands máttu þola það í nokkurn tíma að hafa fyrir augum málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem nakinn kvenmannslíkami blasti við. Þeir þoldu þetta víst flestir án þess að líða umtalsverðar andlegar kvalir – samt ekki allir. Einum ofur viðkvæmum starfsmanni var svo misboðið að hann kvartaði undan nektinni. Kvörtunin var sett í langt og strangt ferli sem loks fékkst niðurstaða í. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi hafa nektarmálverk eftir Blöndal verið fjarlægð úr opnu rými og þau sett í læsta geymslu. Þannig er komið í veg fyrir að verkin særi blygðunarkennd starfsmanna meir en orðið er. Enginn starfsmaður Seðlabankans þarf því framar að finna fyrir óþægindum eða vera misboðið við að horfa á nektarmálverk eftir einn þekktasta og virtasta listmálara Íslendinga á 20. öld. Starfsmenn Seðlabankans eru þó ekki alveg hólpnir. Einhverjir í þeirra hópi eiga vísast eftir að ramba inn á listasöfn hér á landi og erlendis og þar má iðulega sjá listaverk af beru fólki. Gunnlaugur Blöndal er einungis lítill hluti af miklu stærri vanda; semsagt þeim að merkustu myndlistarmenn allra tíma hafa hrifist af mannslíkamanum og sótt til hans innblástur. Verk þeirra eru á söfnum, á heimilum og hanga uppi á veggjum stofnana. Ekki hefur sérstaklega orðið vart við að þeir sem hafa þessi verk fyrir augum finni til umtalsverðra óþæginda við að sjá hvernig karlar og konur eru sköpuð frá náttúrunnar hendi. Í Seðlabanka Íslands skapast hins vegar uppnám vegna nektarmálverka. Þar hefur meistari Gunnlaugur Blöndal nú verið stimplaður sem dónamálari. Greinilegt er að í Seðlabankanum er við lýði óþol, jafnvel skelfing, vegna þess að nekt fyrirfinnst á málverkum í eigu bankans. Pempíuleg viðhorf eiga afar illa við þegar kemur að list enda bjóða þau upp á umfangsmikla ritskoðun. Í bankanum er að sögn að finna dágott safn klassískrar myndlistar eftir marga af helstu meisturum Íslendinga, fyrr og síðar. Það er krefjandi spurning hvort þau verk eigi heima í stofnun sem hefur tekið sér það vald að ritskoða myndlistarsögu landsins. Seðlabankinn hefur nú flokkað verk vel metins listamanns sem ámælisverða list sem sé til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem á hana horfa. Engar líkur eru á að listfræðingar þessa lands taki undir það mat. Seðlabankinn kom verkunum í öruggt skjól, setti þau í læsta geymslu. Þar eiga þau hins vegar ekki heima, þau ættu að vera á listasafni þar sem landsmenn fá að njóta þeirra. Íslenska þjóðin er blessunarlega þeirrar gerðar að hún er ekki líkleg til að fá vægt taugaáfall við að sjá nakta manneskju á mynd, hvort sem um er að ræða karl eða konu. Listaverk eiga að vera þar sem fólk nýtur þeirra, ekki þar sem pempíulegar manneskjur, fátækar í andanum, reka upp hneykslunaróp og krefjast þess að „ósóminn“ verði hið snarasta fjarlægður. Það er stórkostlegur áfellisdómur yfir Seðlabanka Íslands að á slíkt væl skuli hafa verið hlustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Starfsmenn Seðlabanka Íslands máttu þola það í nokkurn tíma að hafa fyrir augum málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem nakinn kvenmannslíkami blasti við. Þeir þoldu þetta víst flestir án þess að líða umtalsverðar andlegar kvalir – samt ekki allir. Einum ofur viðkvæmum starfsmanni var svo misboðið að hann kvartaði undan nektinni. Kvörtunin var sett í langt og strangt ferli sem loks fékkst niðurstaða í. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi hafa nektarmálverk eftir Blöndal verið fjarlægð úr opnu rými og þau sett í læsta geymslu. Þannig er komið í veg fyrir að verkin særi blygðunarkennd starfsmanna meir en orðið er. Enginn starfsmaður Seðlabankans þarf því framar að finna fyrir óþægindum eða vera misboðið við að horfa á nektarmálverk eftir einn þekktasta og virtasta listmálara Íslendinga á 20. öld. Starfsmenn Seðlabankans eru þó ekki alveg hólpnir. Einhverjir í þeirra hópi eiga vísast eftir að ramba inn á listasöfn hér á landi og erlendis og þar má iðulega sjá listaverk af beru fólki. Gunnlaugur Blöndal er einungis lítill hluti af miklu stærri vanda; semsagt þeim að merkustu myndlistarmenn allra tíma hafa hrifist af mannslíkamanum og sótt til hans innblástur. Verk þeirra eru á söfnum, á heimilum og hanga uppi á veggjum stofnana. Ekki hefur sérstaklega orðið vart við að þeir sem hafa þessi verk fyrir augum finni til umtalsverðra óþæginda við að sjá hvernig karlar og konur eru sköpuð frá náttúrunnar hendi. Í Seðlabanka Íslands skapast hins vegar uppnám vegna nektarmálverka. Þar hefur meistari Gunnlaugur Blöndal nú verið stimplaður sem dónamálari. Greinilegt er að í Seðlabankanum er við lýði óþol, jafnvel skelfing, vegna þess að nekt fyrirfinnst á málverkum í eigu bankans. Pempíuleg viðhorf eiga afar illa við þegar kemur að list enda bjóða þau upp á umfangsmikla ritskoðun. Í bankanum er að sögn að finna dágott safn klassískrar myndlistar eftir marga af helstu meisturum Íslendinga, fyrr og síðar. Það er krefjandi spurning hvort þau verk eigi heima í stofnun sem hefur tekið sér það vald að ritskoða myndlistarsögu landsins. Seðlabankinn hefur nú flokkað verk vel metins listamanns sem ámælisverða list sem sé til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem á hana horfa. Engar líkur eru á að listfræðingar þessa lands taki undir það mat. Seðlabankinn kom verkunum í öruggt skjól, setti þau í læsta geymslu. Þar eiga þau hins vegar ekki heima, þau ættu að vera á listasafni þar sem landsmenn fá að njóta þeirra. Íslenska þjóðin er blessunarlega þeirrar gerðar að hún er ekki líkleg til að fá vægt taugaáfall við að sjá nakta manneskju á mynd, hvort sem um er að ræða karl eða konu. Listaverk eiga að vera þar sem fólk nýtur þeirra, ekki þar sem pempíulegar manneskjur, fátækar í andanum, reka upp hneykslunaróp og krefjast þess að „ósóminn“ verði hið snarasta fjarlægður. Það er stórkostlegur áfellisdómur yfir Seðlabanka Íslands að á slíkt væl skuli hafa verið hlustað.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar