Allt að sex vikna bið eftir sjúkraþjálfun Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 15:00 Talsmaður sjúkraþjálfara telur að nýlegar breytingar á greiðslufyrirkomulagi vegna sjúkraþjálfunar muni ekki hafa neinn sparnað í för með sér. Getty/laindiapiaroa Sjúkraþjálfarar reyna að bregðast við löngum biðlistum eftir sjúkraþjálfun en allt að sex vikna bið er eftir þjónustu, að sögn formanns Félags sjúkraþjálfara. Fréttastofa greindi frá því í upphafi árs að heilbrigðisráðherra hafi með reglugerð fækkað þeim skiptum sem fólk fær sjúkraþjálfun greidda í gegnum sjúkratryggingar um fjórðung, úr 20 skiptum í 15.Breytingin var gerð rúmu ári eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp sem sjúkraþjálfarar fögnuðu og hafði leitt til aukinnar spurnar eftir sjúkraþjálfun. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að eftirspurnin sé enn mikil. „Við önnum ekki eftirspurninni þannig að það eru talsverðir biðlistar eftir þjónustunni. Reglugerðarbreytingin sem varð núna fyrir áramótin hefur engu breytt um það. Enda var hún í rauninni ekki til að hafa áhrif á það heldur tel ég að það hafi verið gert til að ná fram sparnaði. En einmitt út af þeirri eftirspurn sem er eftir þjónustunni þá tel ég að sparnaðaráhrif þessarar breytingar verði engin.“ Unnur bendir á að fyrir hvern þann skjólstæðing sem er útskrifaður er nýr tekinn inn, þannig að Sjúkratryggingar Íslands þurfi að borga sinn hluta eftir sem áður.Forskoðun og hóptímar meðal úrræða Unnur segir að sjúkraþjálfarar reyni ýmislegt til að anna fleirum. Meðal úrræða er að bjóða upp á forskoðunartíma þar sem fólki er bent á hvað það geti sjálft gert þangað til það kemst að hjá sjúkraþjálfara. Önnur leið er að bjóða fólki með svipuð vandamál upp á hóptíma. „Það að vera með mikið af hóptímum kallar á stærra húsnæði sem margar stofur hafa ekki. Flestar eru þær, ef ekki allar, fullmannaðar. Það er ekkert hægt að bæta við, það er ekki aðstaða til þess. Sjúkraþjálfarar hafa vissulega leitað leiða en það eru ennþá miklir biðlistar.“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að fólk þurfi að bíða í tvær til sex vikur eftir sjúkraþjálfun. Allt upp í þriggja mánaða bið sé eftir sérhæfðum sjúkraþjálfurum. Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sjúkraþjálfarar reyna að bregðast við löngum biðlistum eftir sjúkraþjálfun en allt að sex vikna bið er eftir þjónustu, að sögn formanns Félags sjúkraþjálfara. Fréttastofa greindi frá því í upphafi árs að heilbrigðisráðherra hafi með reglugerð fækkað þeim skiptum sem fólk fær sjúkraþjálfun greidda í gegnum sjúkratryggingar um fjórðung, úr 20 skiptum í 15.Breytingin var gerð rúmu ári eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp sem sjúkraþjálfarar fögnuðu og hafði leitt til aukinnar spurnar eftir sjúkraþjálfun. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að eftirspurnin sé enn mikil. „Við önnum ekki eftirspurninni þannig að það eru talsverðir biðlistar eftir þjónustunni. Reglugerðarbreytingin sem varð núna fyrir áramótin hefur engu breytt um það. Enda var hún í rauninni ekki til að hafa áhrif á það heldur tel ég að það hafi verið gert til að ná fram sparnaði. En einmitt út af þeirri eftirspurn sem er eftir þjónustunni þá tel ég að sparnaðaráhrif þessarar breytingar verði engin.“ Unnur bendir á að fyrir hvern þann skjólstæðing sem er útskrifaður er nýr tekinn inn, þannig að Sjúkratryggingar Íslands þurfi að borga sinn hluta eftir sem áður.Forskoðun og hóptímar meðal úrræða Unnur segir að sjúkraþjálfarar reyni ýmislegt til að anna fleirum. Meðal úrræða er að bjóða upp á forskoðunartíma þar sem fólki er bent á hvað það geti sjálft gert þangað til það kemst að hjá sjúkraþjálfara. Önnur leið er að bjóða fólki með svipuð vandamál upp á hóptíma. „Það að vera með mikið af hóptímum kallar á stærra húsnæði sem margar stofur hafa ekki. Flestar eru þær, ef ekki allar, fullmannaðar. Það er ekkert hægt að bæta við, það er ekki aðstaða til þess. Sjúkraþjálfarar hafa vissulega leitað leiða en það eru ennþá miklir biðlistar.“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að fólk þurfi að bíða í tvær til sex vikur eftir sjúkraþjálfun. Allt upp í þriggja mánaða bið sé eftir sérhæfðum sjúkraþjálfurum.
Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira