Íbúar hafa alltaf forgang í húshitun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. janúar 2019 19:00 Skerða gæti þurft dreifingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu þegar líður að helgi vegna aukinnar notkunar á síðustu dögum. Aldrei hefur jafn mikið heitt vatn verið notað eins og í dag. Veitur sendu í gærkvöldi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem borgarbúar voru beðnir um að draga úr heitavatnsnotkun vegna álags í kuldatíðinni sem nú er. Frostið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft sitt að setja um heitavatnsnotkun borgarbúa og rennslið um hitaveituæðar náði nýjum hæðum í gær eða um 16 þúsund tonnum á klukkustund að jafnaði í sólarhring og er það mesta notkun sem sést hefur. Fundað var hjá Veitum vegna málsins um miðjan dag og staðan var endurmetin.Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri VeitnaVísir/Stöð 2„Það kemur í ljós að það er ennþá aukning en það er ekki að aukast eins hratt og það gerði í gær, þannig að við erum að vonast eftir því að notkun náist aðeins niður og að fólk taki vel í hvatningu okkar,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna. Gerist það ekki gætu Veitur þurft að skerða afhendingu á heitu vatni þegar líður að helginni en aukinn viðbúnaður verður áfram og tilmæli til fólks um að fara vel með heita vatnið standa enn. „Við erum að hringja í stórnotendur og athuga hvort að menn geti aðeins stillt kerfin hjá sér án þess að til skerðingar þurfi að koma og alveg eins til almennings að þá erum við bara að hvetja til fólks að stilla kerfin og spari þannig vatnið og hugi að ofnastillingum og slíkt þannig að það nýti vatnið betur. Ef þetta tekst þá þarf ekki að koma til skerðinga,“ segir Inga Dóra.Getur svona ástand orðið alvarlegt? „Eins og staðan er núna lítur ekki út fyrir að það þó að við þurfum að loka kannski einstaka sundlaugum eða skerða að einhverju leiti til stórnotenda. Íbúar hafa alltaf forgang í húshitun,“ seigr Inga Dóra.Komið gæti til skerðinga á heitu vatni til sundlauga á föstudag.Vísir/Vilhelm Veður Tengdar fréttir Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57 Veitur virkja viðbragðsáætlun vegna kuldans Metnotkun á heitu vatni mældist á höfuðborgarsvæðinu í dag. 29. janúar 2019 20:52 Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Skerða gæti þurft dreifingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu þegar líður að helgi vegna aukinnar notkunar á síðustu dögum. Aldrei hefur jafn mikið heitt vatn verið notað eins og í dag. Veitur sendu í gærkvöldi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem borgarbúar voru beðnir um að draga úr heitavatnsnotkun vegna álags í kuldatíðinni sem nú er. Frostið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft sitt að setja um heitavatnsnotkun borgarbúa og rennslið um hitaveituæðar náði nýjum hæðum í gær eða um 16 þúsund tonnum á klukkustund að jafnaði í sólarhring og er það mesta notkun sem sést hefur. Fundað var hjá Veitum vegna málsins um miðjan dag og staðan var endurmetin.Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri VeitnaVísir/Stöð 2„Það kemur í ljós að það er ennþá aukning en það er ekki að aukast eins hratt og það gerði í gær, þannig að við erum að vonast eftir því að notkun náist aðeins niður og að fólk taki vel í hvatningu okkar,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna. Gerist það ekki gætu Veitur þurft að skerða afhendingu á heitu vatni þegar líður að helginni en aukinn viðbúnaður verður áfram og tilmæli til fólks um að fara vel með heita vatnið standa enn. „Við erum að hringja í stórnotendur og athuga hvort að menn geti aðeins stillt kerfin hjá sér án þess að til skerðingar þurfi að koma og alveg eins til almennings að þá erum við bara að hvetja til fólks að stilla kerfin og spari þannig vatnið og hugi að ofnastillingum og slíkt þannig að það nýti vatnið betur. Ef þetta tekst þá þarf ekki að koma til skerðinga,“ segir Inga Dóra.Getur svona ástand orðið alvarlegt? „Eins og staðan er núna lítur ekki út fyrir að það þó að við þurfum að loka kannski einstaka sundlaugum eða skerða að einhverju leiti til stórnotenda. Íbúar hafa alltaf forgang í húshitun,“ seigr Inga Dóra.Komið gæti til skerðinga á heitu vatni til sundlauga á föstudag.Vísir/Vilhelm
Veður Tengdar fréttir Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57 Veitur virkja viðbragðsáætlun vegna kuldans Metnotkun á heitu vatni mældist á höfuðborgarsvæðinu í dag. 29. janúar 2019 20:52 Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57
Veitur virkja viðbragðsáætlun vegna kuldans Metnotkun á heitu vatni mældist á höfuðborgarsvæðinu í dag. 29. janúar 2019 20:52
Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04