Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 12:00 Það er ekki nóg að fara í ræktina þrisvar í viku. Mikilvægt er að forðast kyrrsetu og standa upp á hreyfa sig á hálftíma fresti. vísir/stefán Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins. Við sögðum frá því í fréttum að þó svo að mörg fyrirtæki séu komin með upphækkanleg borð þá er fólk ekki að nota þau. Dæmigerður Íslendingur situr því mikið á einum degi. Hann getur setið um hálfa klukkustund á dag í bíl í og úr vinnu. Í sex til átta klukkustundir við vinnu og kannsi í tvær klukkustundir við tölvu eða sjónvarp eftir að heim er komið. Þannig er stærstum hluta vökutímans varið í kyrrsetu. Helga Margrét ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig í að minnsta kosti eina mínútu á hálftíma fresti.Vitundarvakning nauðsynleg um áhrif kyrrsetu Helga Margrét segir að það vanti vitundarvakningu hér á landi um mikilvægi þess að forðast kyrrsetu og mælir með að fólk standi að minnsta kosti upp í mínútu á hálftíma fresti. „Það þarf að varast að sitja á rassinum tímunum saman og helst ekki meira en hálftíma í senn. Það eru mjög sterk tengsl milli þess hvað miklum tíma er varið í kyrrsetu og heilsu og langlífis,“ segir Helga Margrét. Hún segir ekki nóg að fara bara í ræktina. „Það þarf að hugsa þetta í tvennu lagi þ.e. annars vegar líkamsrækt eins og að spenna á sig hlaupaskóna eða gönguskóna. En hitt er að forðast kyrrsetu og standa og virkja stóru vöðvanna,“ segir Helga Margrét.Nánast engin hætta á sykursýki ef skrefin eru 10.000 á dag Aðspurð um hversu mikillar hreyfingar sé þá þörf segir hún að gott sé að fylgjast vel með hversu mikil hreyfingin sé yfir daginn. „Ég er farin að benda mínum skjólstæðingum á að fylgjast með skrefamæli það er mjög góð aðferð til að fylgjast með hvað við hreyfum okkur mikið í daglegu lífi. Það skiptir svo miklu máli að halda sér á hreyfingu. Þá hefur komið fram að þeir sem hreyfa sig meira en tíuþúsund skref á dag eru í nánast engri hættu á t.d. að fá sykursýki,“ segir Helga Margrét. Klippa: Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins. Við sögðum frá því í fréttum að þó svo að mörg fyrirtæki séu komin með upphækkanleg borð þá er fólk ekki að nota þau. Dæmigerður Íslendingur situr því mikið á einum degi. Hann getur setið um hálfa klukkustund á dag í bíl í og úr vinnu. Í sex til átta klukkustundir við vinnu og kannsi í tvær klukkustundir við tölvu eða sjónvarp eftir að heim er komið. Þannig er stærstum hluta vökutímans varið í kyrrsetu. Helga Margrét ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig í að minnsta kosti eina mínútu á hálftíma fresti.Vitundarvakning nauðsynleg um áhrif kyrrsetu Helga Margrét segir að það vanti vitundarvakningu hér á landi um mikilvægi þess að forðast kyrrsetu og mælir með að fólk standi að minnsta kosti upp í mínútu á hálftíma fresti. „Það þarf að varast að sitja á rassinum tímunum saman og helst ekki meira en hálftíma í senn. Það eru mjög sterk tengsl milli þess hvað miklum tíma er varið í kyrrsetu og heilsu og langlífis,“ segir Helga Margrét. Hún segir ekki nóg að fara bara í ræktina. „Það þarf að hugsa þetta í tvennu lagi þ.e. annars vegar líkamsrækt eins og að spenna á sig hlaupaskóna eða gönguskóna. En hitt er að forðast kyrrsetu og standa og virkja stóru vöðvanna,“ segir Helga Margrét.Nánast engin hætta á sykursýki ef skrefin eru 10.000 á dag Aðspurð um hversu mikillar hreyfingar sé þá þörf segir hún að gott sé að fylgjast vel með hversu mikil hreyfingin sé yfir daginn. „Ég er farin að benda mínum skjólstæðingum á að fylgjast með skrefamæli það er mjög góð aðferð til að fylgjast með hvað við hreyfum okkur mikið í daglegu lífi. Það skiptir svo miklu máli að halda sér á hreyfingu. Þá hefur komið fram að þeir sem hreyfa sig meira en tíuþúsund skref á dag eru í nánast engri hættu á t.d. að fá sykursýki,“ segir Helga Margrét. Klippa: Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti
Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira