Ráðherrar hafa ekki ríkar áhyggjur af stöðu Landhelgisgæslunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 19:30 Dómsmálaráðherra segist ekki hafa ríkar áhyggjur af stöðu Landhelgisgæslunnar. Í kynningarskýrslu um stöðu gæslunnar sem hefur verið til umfjöllunar í þjóðaröryggisráði kemur fram að lágmarksviðbragðsgeta gæslunnar sé ekki tryggð. Í samtali við fréttastofu kveðst Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vera meðvituð um stöðuna og það gríðarstóra hlutverk sem Landhelgisgæslan gegni.Sjá einnig: Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Hún bendir á að þegar hafi verið brugðist við með ýmsum hætti að undanförnu til að efla gæsluna. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir ljóst að það hafi þurft að bæta í reksturinn. „Það liggur fyrir að við erum búin að bæta við einni þyrluáhöfn og búið að ákveða að kaupa þrjár nýjar þyrlur á næstu fimm árum sem er forgangsröðun sem er sátt um. En það liggur líka fyrir að það má lengi gera betur til að sinna þessu umfangsmikla verkefni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsættisráðherra en hún er jafnframt formaður þjóðaröryggisráðs. „Við auðvitað settum þetta á dagskrá þjóðaröryggisráðs vegna þess að auðvitað þurfum við að vera upplýst um það hvernig þessu eftirliti er háttað og hvaða áskorunum við stöndum frammi fyrir þannig að ég vænti þess að þetta verði með reglubundnum hætti á dagskrá ráðsins,“ segir Katrín. Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. 11. febrúar 2019 13:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Dómsmálaráðherra segist ekki hafa ríkar áhyggjur af stöðu Landhelgisgæslunnar. Í kynningarskýrslu um stöðu gæslunnar sem hefur verið til umfjöllunar í þjóðaröryggisráði kemur fram að lágmarksviðbragðsgeta gæslunnar sé ekki tryggð. Í samtali við fréttastofu kveðst Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vera meðvituð um stöðuna og það gríðarstóra hlutverk sem Landhelgisgæslan gegni.Sjá einnig: Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Hún bendir á að þegar hafi verið brugðist við með ýmsum hætti að undanförnu til að efla gæsluna. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir ljóst að það hafi þurft að bæta í reksturinn. „Það liggur fyrir að við erum búin að bæta við einni þyrluáhöfn og búið að ákveða að kaupa þrjár nýjar þyrlur á næstu fimm árum sem er forgangsröðun sem er sátt um. En það liggur líka fyrir að það má lengi gera betur til að sinna þessu umfangsmikla verkefni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsættisráðherra en hún er jafnframt formaður þjóðaröryggisráðs. „Við auðvitað settum þetta á dagskrá þjóðaröryggisráðs vegna þess að auðvitað þurfum við að vera upplýst um það hvernig þessu eftirliti er háttað og hvaða áskorunum við stöndum frammi fyrir þannig að ég vænti þess að þetta verði með reglubundnum hætti á dagskrá ráðsins,“ segir Katrín.
Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. 11. febrúar 2019 13:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15
Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. 11. febrúar 2019 13:03