Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 14:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í pontu á ársfundi Landsvirkjunar í dag. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. Þá teljast einnig öll helstu tengivirki á landinu til flutningskerfisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi frá samþykkt ríkisstjórnarinnar vegna Landsnets í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu núna klukkan 14. Landsvirkjun er, eins og kunnugt er, að fullu í eigu ríkisins en Landsnet er í eigu Landsvirkjunar (64,73%), RARIK (22,51%), Orkuveitu Reykjavíkur (6,78%) og Orkubús Vestfjarða (5,98%).Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og ráðherra við upphaf fundarins.vísir/vilhelmSkipa starfshóp til að leiða viðræðurnar Það er ekki nýtt af nálinni að rætt sé um sölu á Landsneti en sala á fyrirtækinu var til að mynda til umræðu á vorfundi þess árið 2016. Þá höfðu bæði þáverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Geir A. Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, orð á því að þau teldu nauðsynlegt að breyta eignarhaldi fyrirtækisins. Fram kom í máli ráðherra í dag að Ísland hafi fengið undanþágu frá þeirri kröfu, sem kveðið er á um í þriðja orkupakkanum, um að fullur aðskilnaður skuli vera á milli eigenda flutningsfyrirtækis frá öðrum fyrirtækjum á orkumarkaði. „Engu að síður liggur fyrir að öllum helstu hagsmunaaðilum hér á landi finnst slíkur eigenda-aðskilnaður skynsamlegur. Það er að segja: Að til lengri tíma litið sé óheppilegt að flutningsfyrirtækið Landsnet sé í eigu raforkuframleiðenda og dreifiveitna. Frá sjónarhóli neytenda er auðvitað augljóst að sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði annarra aðila á markaði,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti því við að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup ríkisins á Landsneti. „Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila, ef viðræðurnar gefa tilefni til. Ég bind vonir við að í árslok verðum við vel á veg komin með þessar viðræður,“ sagði ráðherra sem ræddi meðal annars einnig um samkeppni á orkumarkaðnum, nýtingu og sóun í orkukerfinu og vindorku.Fjölmenni er á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu klukkan 14.vísir/vilhelmByrja vinnu við að skýra regluverkið varðandi vindorku Eins og fjallað hefur verið um hefur áhugi á því að reisa vindorkuver hér á landi farið vaxandi undanfarin ár. Fram kom í máli Þórdísar Kolbrúnar að gallinn væri sá að þeir sem sýni því áhuga að virkja vindinn hér á landi fái misvísandi svör um það hvaða regluverk gildir um slíka starfsemi, til dæmis hvort hún heyri undir rammaáætlun. Þá hefur Ísland ekki markað sér stefnu um nýtingu orkulindarinnar. „Við slíka óvissu verður auðvitað ekki unað. Það þarf að eyða henni og skýra regluverkið. Þeirri vinnu er verið að hleypa af stokkunum og ég sé fyrir mér að hún þurfi nú ekki að taka nema örfá mánuði,“ sagði Þórdís og kvaðst ekkert ætla að gefa sér fyrirfram um niðurstöðuna. „En ég tel ljóst að vindorka feli í sér umtalsverð tækifæri, meðal annars til að auka samkeppni á íslenskum raforkumarkaði. Við verðum þó að nýta þessi tækifæri af varfærni og skynsemi, enda er útbreiðsla vindorku víða í Evrópu orðin slík að ætla má að það sé orðin ákveðin sérstaða að hafa ekki slík mannvirki við sjóndeildarhringinn hvert sem litið er.“ Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar lokið Eldur kom upp í tengivirki Írafossvirkjunar aðfararnótt jóladags. 28. desember 2018 17:33 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. Þá teljast einnig öll helstu tengivirki á landinu til flutningskerfisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi frá samþykkt ríkisstjórnarinnar vegna Landsnets í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu núna klukkan 14. Landsvirkjun er, eins og kunnugt er, að fullu í eigu ríkisins en Landsnet er í eigu Landsvirkjunar (64,73%), RARIK (22,51%), Orkuveitu Reykjavíkur (6,78%) og Orkubús Vestfjarða (5,98%).Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og ráðherra við upphaf fundarins.vísir/vilhelmSkipa starfshóp til að leiða viðræðurnar Það er ekki nýtt af nálinni að rætt sé um sölu á Landsneti en sala á fyrirtækinu var til að mynda til umræðu á vorfundi þess árið 2016. Þá höfðu bæði þáverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Geir A. Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, orð á því að þau teldu nauðsynlegt að breyta eignarhaldi fyrirtækisins. Fram kom í máli ráðherra í dag að Ísland hafi fengið undanþágu frá þeirri kröfu, sem kveðið er á um í þriðja orkupakkanum, um að fullur aðskilnaður skuli vera á milli eigenda flutningsfyrirtækis frá öðrum fyrirtækjum á orkumarkaði. „Engu að síður liggur fyrir að öllum helstu hagsmunaaðilum hér á landi finnst slíkur eigenda-aðskilnaður skynsamlegur. Það er að segja: Að til lengri tíma litið sé óheppilegt að flutningsfyrirtækið Landsnet sé í eigu raforkuframleiðenda og dreifiveitna. Frá sjónarhóli neytenda er auðvitað augljóst að sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði annarra aðila á markaði,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti því við að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup ríkisins á Landsneti. „Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila, ef viðræðurnar gefa tilefni til. Ég bind vonir við að í árslok verðum við vel á veg komin með þessar viðræður,“ sagði ráðherra sem ræddi meðal annars einnig um samkeppni á orkumarkaðnum, nýtingu og sóun í orkukerfinu og vindorku.Fjölmenni er á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu klukkan 14.vísir/vilhelmByrja vinnu við að skýra regluverkið varðandi vindorku Eins og fjallað hefur verið um hefur áhugi á því að reisa vindorkuver hér á landi farið vaxandi undanfarin ár. Fram kom í máli Þórdísar Kolbrúnar að gallinn væri sá að þeir sem sýni því áhuga að virkja vindinn hér á landi fái misvísandi svör um það hvaða regluverk gildir um slíka starfsemi, til dæmis hvort hún heyri undir rammaáætlun. Þá hefur Ísland ekki markað sér stefnu um nýtingu orkulindarinnar. „Við slíka óvissu verður auðvitað ekki unað. Það þarf að eyða henni og skýra regluverkið. Þeirri vinnu er verið að hleypa af stokkunum og ég sé fyrir mér að hún þurfi nú ekki að taka nema örfá mánuði,“ sagði Þórdís og kvaðst ekkert ætla að gefa sér fyrirfram um niðurstöðuna. „En ég tel ljóst að vindorka feli í sér umtalsverð tækifæri, meðal annars til að auka samkeppni á íslenskum raforkumarkaði. Við verðum þó að nýta þessi tækifæri af varfærni og skynsemi, enda er útbreiðsla vindorku víða í Evrópu orðin slík að ætla má að það sé orðin ákveðin sérstaða að hafa ekki slík mannvirki við sjóndeildarhringinn hvert sem litið er.“
Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar lokið Eldur kom upp í tengivirki Írafossvirkjunar aðfararnótt jóladags. 28. desember 2018 17:33 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45
Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar lokið Eldur kom upp í tengivirki Írafossvirkjunar aðfararnótt jóladags. 28. desember 2018 17:33