Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2019 16:25 Hatari vilja sýna þjóðinni hversu mjúkir menn þeir eru bak við harkalegt yfirbragðið. visir/vilhelm Foreldrum og forráðamönnum barna í 3., 4. og 5. bekk í Breiðagerðisskóla hefur borist bréf frá Þorkeli Daníel Jónssyni skólastjóra þar sem þeim gefst kostur á að hafna þátttöku fyrir hönd barna sinna í atriði sem RÚV tekur upp sérstaklega á morgun og tengist hljómsveitinni Hatara.Engin öskur og engir gaddar „Skólinn fékk beiðni um að útvega stóran hóp nemenda í innslag sem verður sýnt á milli atriða í Eurovision á laugardaginn. Innslagið tengist lagi Hatara. Innslagið er að sögn þess sem bað skólann um þetta ekki tengt því sem Hatarar eru að boða. Miklu fremur er það mótvægi við þann boðskap,“ segir Þorkell Daníel meðal annars í bréfi sínu. Eins og vart ætti að þurfa að nefna þá hefur atriði Hatara í Söngvakeppni sjónvarpsins vakið mikla athygli og er umdeilt. Ýmist eru menn mjög ánægðir með það eða hreinlega óar við því. Og æsast nú leikar því sungið verður til úrslita á laugardaginn og keppt um hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision í maí í Tel aviv í Ísrael. Þorkell skólastjóri lýsir því jafnframt að krakkarnir verði í bláum íþróttagöllum en ekki sviðsbúningum. Og segir:Meðlimir Hatara baka köku en það hefur verið gert áður með góðum árangri í ímyndarstríði.visir/vilhelm„Engin öskur, engir gaddar og engar ólar. Hlutverk krakkanna er bara að fagna. Áherslan í myndatökunni verður á hóp barna en ekki einstök börn.“Mjúkir menn í Hatara Vísir ræddi við Matthías Tryggva Haraldsson söngvara Hatara og spurði hann hvað væri eiginlega í gangi; hvort það ætti að nota börnin og þá jafnvel með vafasömum hætti? Matthías sagði það alls ekki svo, reyndar þvert á móti. Hann útskýrði að þetta væri að undirlagi RÚV – í fullu samráði við stofnunina, um er að ræða innslag, myndbrot sem sýnt yrði sem einskonar upptaktur áður en þeir færu á svið á laugardaginn. „Við ætlum að sýna á okkur mýkri hliðar, leika við börnin, baka köku og láta ástina blómstra sem mest áður en „hatrið“ sigrar endanlega. Við viljum sýna Íslendingum að undir þessari hörðu skel búa mjúkir og góðir menn,“ segir Matthías Tryggvi. Eurovision Tengdar fréttir Keppendur gera athugasemd við framkomu Hatara Skarphéðinn Guðmundsson hjá RÚV segir athugasemdir hafa verið gerðar. 12. febrúar 2019 12:20 Hatrið mun sigra í hugljúfri útgáfu Þórdísar Imsland "Ég skellti í ljúfa ábreiðu af þessu frábæra lagi frá Hatari. Hlakka til að fylgjast með Söngvakeppnin annað kvöld,“ segir söngkonan Þórdís Imsland í stöðufærslu á Facebook en þar birtir hún myndband af ábreiðu sinni af laginu Hatrið mun sigra. 18. febrúar 2019 11:30 Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Foreldrum og forráðamönnum barna í 3., 4. og 5. bekk í Breiðagerðisskóla hefur borist bréf frá Þorkeli Daníel Jónssyni skólastjóra þar sem þeim gefst kostur á að hafna þátttöku fyrir hönd barna sinna í atriði sem RÚV tekur upp sérstaklega á morgun og tengist hljómsveitinni Hatara.Engin öskur og engir gaddar „Skólinn fékk beiðni um að útvega stóran hóp nemenda í innslag sem verður sýnt á milli atriða í Eurovision á laugardaginn. Innslagið tengist lagi Hatara. Innslagið er að sögn þess sem bað skólann um þetta ekki tengt því sem Hatarar eru að boða. Miklu fremur er það mótvægi við þann boðskap,“ segir Þorkell Daníel meðal annars í bréfi sínu. Eins og vart ætti að þurfa að nefna þá hefur atriði Hatara í Söngvakeppni sjónvarpsins vakið mikla athygli og er umdeilt. Ýmist eru menn mjög ánægðir með það eða hreinlega óar við því. Og æsast nú leikar því sungið verður til úrslita á laugardaginn og keppt um hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision í maí í Tel aviv í Ísrael. Þorkell skólastjóri lýsir því jafnframt að krakkarnir verði í bláum íþróttagöllum en ekki sviðsbúningum. Og segir:Meðlimir Hatara baka köku en það hefur verið gert áður með góðum árangri í ímyndarstríði.visir/vilhelm„Engin öskur, engir gaddar og engar ólar. Hlutverk krakkanna er bara að fagna. Áherslan í myndatökunni verður á hóp barna en ekki einstök börn.“Mjúkir menn í Hatara Vísir ræddi við Matthías Tryggva Haraldsson söngvara Hatara og spurði hann hvað væri eiginlega í gangi; hvort það ætti að nota börnin og þá jafnvel með vafasömum hætti? Matthías sagði það alls ekki svo, reyndar þvert á móti. Hann útskýrði að þetta væri að undirlagi RÚV – í fullu samráði við stofnunina, um er að ræða innslag, myndbrot sem sýnt yrði sem einskonar upptaktur áður en þeir færu á svið á laugardaginn. „Við ætlum að sýna á okkur mýkri hliðar, leika við börnin, baka köku og láta ástina blómstra sem mest áður en „hatrið“ sigrar endanlega. Við viljum sýna Íslendingum að undir þessari hörðu skel búa mjúkir og góðir menn,“ segir Matthías Tryggvi.
Eurovision Tengdar fréttir Keppendur gera athugasemd við framkomu Hatara Skarphéðinn Guðmundsson hjá RÚV segir athugasemdir hafa verið gerðar. 12. febrúar 2019 12:20 Hatrið mun sigra í hugljúfri útgáfu Þórdísar Imsland "Ég skellti í ljúfa ábreiðu af þessu frábæra lagi frá Hatari. Hlakka til að fylgjast með Söngvakeppnin annað kvöld,“ segir söngkonan Þórdís Imsland í stöðufærslu á Facebook en þar birtir hún myndband af ábreiðu sinni af laginu Hatrið mun sigra. 18. febrúar 2019 11:30 Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Keppendur gera athugasemd við framkomu Hatara Skarphéðinn Guðmundsson hjá RÚV segir athugasemdir hafa verið gerðar. 12. febrúar 2019 12:20
Hatrið mun sigra í hugljúfri útgáfu Þórdísar Imsland "Ég skellti í ljúfa ábreiðu af þessu frábæra lagi frá Hatari. Hlakka til að fylgjast með Söngvakeppnin annað kvöld,“ segir söngkonan Þórdís Imsland í stöðufærslu á Facebook en þar birtir hún myndband af ábreiðu sinni af laginu Hatrið mun sigra. 18. febrúar 2019 11:30
Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00
Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00