Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að byrjað hafi verið að sökkva flotkvínni klukkan sjö í morgun og kláraðist verkið nú nokkru eftir klukkan 13. „Það tókst í tíma. Við höfðum bara þennan tíma upp á flóðið að gera. Það varð að koma henni inn fyrir korter í tvö til að hægt væri að lyfta dokkinni með skipið. Annars hefði það lagst í botn.“
Lúðvík segir að flutningaflotkvíin heiti Rolldock Sea og sé hollenskt, 140 metra að lengd. „Þeir eru að fara með Fjordvík til Ghent í Belgíu í niðurrif.“

Fjordvik frá Bahamaeyjum rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar að kvöldi 2. nóvember og tókst að bjarga öllum fjórtán skipverjum um borð. Alls voru um hundrað tonn af olíu um borð og 1.600 tonna af sementi. Eftir að tókst að losa skipið frá strandstað var það svo flutt til Keflavíkur og síðar Hafnarfjarðar. Miklar skemmdir voru á skipinu eftir strandið og var ákveðið að koma því í niðurrif.




