Van Dijk stækkaði um átján sentímetra eitt sumarið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 09:00 Virgil van Dijk með Sadio Mane en það er mikill stærðarmunur á þeim. Getty/Andrew Powell Virgil van Dijk er kominn í hóp allra bestu varnarmanna heims og var heldur betur happakaup fyrir Liverpool fyrir í janúar í fyrra. Blaðamaður BBC settist niður með hollenska miðverðinum og fræddist meira um sögu hans og framtíðarsýn. Virgil van Dijk fer ekkert í felur með það að hann hefur sett stefnuna á það að verða Liverpool-goðsögn. Hann hefur spilað frábærlega á þessu tímabili og lítur út fyrir að vera eitt stærsta púslið sem vantaði í mögulegt meistaralið Liverpool. Van Dijk hefur á fimm árum farið frá því að spila með hollenska liðinu Groningen í það að spila með Liverpool en á leiðinni spilaði hann með Celtic í Skotlandi og Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var tilbúð að borga fyrir hann 75 milljónir punda í lok desember 2017 og sér ekki eftir þeim pening í dag."I grew 18cm in one summer" Virgil van Dijk tells @GuillemBalague how a sudden growth spurt caused pain and injury.https://t.co/K6WiX4DuVEpic.twitter.com/d2wSqg19dZ — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019 Í viðtalinu talar Van Dijk meðal annars um upphafsárin sín í fótboltanum og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. Guillem Balague hjá BBC fékk hollenska miðvörðinn til að segja frá fyrstu sporunum. Van Dijk er núna 193 sentímetrar á hæð og algjör klettur í vörn Liverpool en hann var ekki alltaf með sentímetrana með sér. „Ég var ekki hávaxinn fyrr en ég fékk vaxtarkipp. Þegar ég var sextán ára þá var yngri bróðir minn að verða hærri en ég. Ég stækkaði hins vegar um átján sentímetra sumarið sem ég varð átján ára,“ segir Virgil van Dijk."Before I signed my contract, I was 15 or 16 and working as a dishwasher in a Breda restaurant." An in-depth interview on the life of Virgil van Dijk: https://t.co/csiJ7VE1Fxpic.twitter.com/aWJ3PvRG0P — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019Þessi mikli vaxtarkippur kom aftur á móti með vandamál með sér. „Hnéð mitt var óstöðugt og ég var með náravandamál. Það voru svo mikið af vandamálum hjá mér með skrokkinn eftir þetta. Þá fór ég í alvöru endurhæfingu með sjúkraþjálfara í sex vikur. Eftir það fór ég að spila vel,“ sagði Van Dijk „Þegar ég var sextán ára þá var ég hægur hægri bakvörður og þótti ekki nógu góður til að spila miðvörð. Ég var aldrei framúrskarandi leikmaður fyrr en ég fór að spila með nítján ára liðinu og fékk fyrirliðabandið. Þá gekk allt miklu betur. Ég spilaði nokkra leiki með 23 ára liðinu og þó fóru hlutirnir að gerast fljótt,“ sagði Van Dijk. Van Dijk segir líka frá tíma sínum hjá FC Groningen þar sem hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning. „Ég þurfti að hjóla á æfingar og fyrstu launin mín fóru í ökutíma. Áður en ég skrifaði undir samninginn þá var ég vinna í uppvaskinu á veitingastað í Breda,“ segir Van Dijk. Van Dijk segir líka frá erfiðum veikindum sínum þar sem hann þurfti að vera í þrettán daga á spítala. Það má finna allt viðtalið við hann hér.From being a dish-washer to being one of the Premier League's best defenders. Hear @VirgilVDijk in his own words in and exclusive interview with @GuillemBalague. Listen and download the full interview ? https://t.co/tLYG8NlklT#LFCpic.twitter.com/SYs9wTjh23 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) February 21, 2019 Enski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira
Virgil van Dijk er kominn í hóp allra bestu varnarmanna heims og var heldur betur happakaup fyrir Liverpool fyrir í janúar í fyrra. Blaðamaður BBC settist niður með hollenska miðverðinum og fræddist meira um sögu hans og framtíðarsýn. Virgil van Dijk fer ekkert í felur með það að hann hefur sett stefnuna á það að verða Liverpool-goðsögn. Hann hefur spilað frábærlega á þessu tímabili og lítur út fyrir að vera eitt stærsta púslið sem vantaði í mögulegt meistaralið Liverpool. Van Dijk hefur á fimm árum farið frá því að spila með hollenska liðinu Groningen í það að spila með Liverpool en á leiðinni spilaði hann með Celtic í Skotlandi og Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var tilbúð að borga fyrir hann 75 milljónir punda í lok desember 2017 og sér ekki eftir þeim pening í dag."I grew 18cm in one summer" Virgil van Dijk tells @GuillemBalague how a sudden growth spurt caused pain and injury.https://t.co/K6WiX4DuVEpic.twitter.com/d2wSqg19dZ — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019 Í viðtalinu talar Van Dijk meðal annars um upphafsárin sín í fótboltanum og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. Guillem Balague hjá BBC fékk hollenska miðvörðinn til að segja frá fyrstu sporunum. Van Dijk er núna 193 sentímetrar á hæð og algjör klettur í vörn Liverpool en hann var ekki alltaf með sentímetrana með sér. „Ég var ekki hávaxinn fyrr en ég fékk vaxtarkipp. Þegar ég var sextán ára þá var yngri bróðir minn að verða hærri en ég. Ég stækkaði hins vegar um átján sentímetra sumarið sem ég varð átján ára,“ segir Virgil van Dijk."Before I signed my contract, I was 15 or 16 and working as a dishwasher in a Breda restaurant." An in-depth interview on the life of Virgil van Dijk: https://t.co/csiJ7VE1Fxpic.twitter.com/aWJ3PvRG0P — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019Þessi mikli vaxtarkippur kom aftur á móti með vandamál með sér. „Hnéð mitt var óstöðugt og ég var með náravandamál. Það voru svo mikið af vandamálum hjá mér með skrokkinn eftir þetta. Þá fór ég í alvöru endurhæfingu með sjúkraþjálfara í sex vikur. Eftir það fór ég að spila vel,“ sagði Van Dijk „Þegar ég var sextán ára þá var ég hægur hægri bakvörður og þótti ekki nógu góður til að spila miðvörð. Ég var aldrei framúrskarandi leikmaður fyrr en ég fór að spila með nítján ára liðinu og fékk fyrirliðabandið. Þá gekk allt miklu betur. Ég spilaði nokkra leiki með 23 ára liðinu og þó fóru hlutirnir að gerast fljótt,“ sagði Van Dijk. Van Dijk segir líka frá tíma sínum hjá FC Groningen þar sem hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning. „Ég þurfti að hjóla á æfingar og fyrstu launin mín fóru í ökutíma. Áður en ég skrifaði undir samninginn þá var ég vinna í uppvaskinu á veitingastað í Breda,“ segir Van Dijk. Van Dijk segir líka frá erfiðum veikindum sínum þar sem hann þurfti að vera í þrettán daga á spítala. Það má finna allt viðtalið við hann hér.From being a dish-washer to being one of the Premier League's best defenders. Hear @VirgilVDijk in his own words in and exclusive interview with @GuillemBalague. Listen and download the full interview ? https://t.co/tLYG8NlklT#LFCpic.twitter.com/SYs9wTjh23 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) February 21, 2019
Enski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira