Segir að gjaldþrot WOW air yrði viðbótarsjokk á slæmu ári í ferðaþjónustunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2019 11:00 Ferðamenn við einn fjölfarnasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, síðasta sumar. vísir/vilhelm Steinn Logi Björnsson, sem starfaði í áratugi hjá Icelandair og þekkir því vel til í ferðaþjónustu- og flugbransanum, segir það blasa við að þetta ár verði slæmt fyrir ferðaþjónustuna, burtséð frá því hvort að flugfélagið WOW air fari á hausinn eða ekki. Þar spili bæði inn í að ferðamönnum er tekið að fækka og að flest ferðaþjónustufyrirtæki séu rekin með „bullandi tapi.“ Stærsta ástæðan vegna þess sé mjög hár launakostnaður og því kunni það ekki góðri lukku að stýra ef launakostnaður eykst enn frekar. Þetta kom fram í viðtali við Stein Loga í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi horfur í ferðaþjónustunni og þá erfiðu stöðu sem blasir við WOW.„Þetta lítur greinilega ekki vel út“ Steinn Logi sagði gífurlega óvissu um framtíð flugfélagsins en auðvitað voni hann að samningaviðræður Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra WOW air, við Indigo Partners skili árangri. „Hann er ótrúlega þrautseigur og ef einhver getur það þá getur hann það. Þetta lítur greinilega ekki vel út og er dálítið erfitt, það er alveg greinilegt, miðað við fréttir og annað en maður vonar að hann hangi á þessu,“ sagði Steinn Logi. Aðspurður hvaða áhrif það hefði ef illa færi sagði hann að það hefði gríðarleg áhrif, sérstaklega til skamms tíma, þar sem það tæki önnur flugfélög á markaðnum, eins og til dæmis Icelandair tíma að stíga inn í og auka sætaframboðið ef eftirspurnin helst sú sama. Þá verði gjaldþrot WOW air áfall ofan á það sem þegar er byrjað, það er fækkun ferðamanna.Steinn Logi Björnsson.Mesta fækkunin í mánuði frá því Eyjafjallajökull gaus „Menn gleyma því að í febrúar var 6,9 prósent fækkun ferðamanna til Íslands,“ sagði Steinn Logi en um mestu fækkun í einum mánuði er að ræða síðan strax eftir að Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa árið 2010. „Og líka bara þar áður 11. september 2001. Það hefur ekkert svona gerst og þetta er byrjað og menn verða að átta sig á þessu. Þetta eru 6,9 prósent sem er töluvert og það má líka kannski segja að þetta eru ekki nema 6,9 prósent því sætaframboðið og traffíkin um Keflavíkurflugvöll er miklu meira niður,“ sagði Steinn Logi. Spurður út í það hversu mikið WOW air ætti í þessum 6,9 prósentum sagði Steinn Logi að það hlyti að vera mikið þar sem sætaframboð félagsins hefur minnkað mikið þó að hafi komið honum á óvart að sætanýting WOW í febrúar hafi verið 84 prósent.Wow air hefur ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði.Vísir/VilhelmFlest ferðaþjónustufyrirtæki rekin með tapi Varðandi það að við blasi að árið 2019 verði ekki gott í ferðaþjónustunni burtséð frá WOW air sagði Steinn Logi fólk ekki átta sig á því að ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin með tapi. „Þetta ár verður ekki gott ár í ferðaþjónustunni. […] Það blasir við burtséð frá því hvað verður um WOW, WOW verður bara viðbótarsjokk. Það sem fólk áttar sig ekki á, menn horfa svolítið á fjölda ferðamanna alltaf og halda að þar með séu tekjurnar og hagnaðurinn svo mikill, en staðreyndin er sú og menn átta sig almennt ekki á að mjög stór hluti af ferðaþjónustunni er rekinn með bullandi tapi í dag og stærsta ástæðan fyrir því er mjög hár launakostnaður.“ Þegar það verði síðan samdráttur og nýtingin minnkar þá hækkar kostnaðurinn fyrir hverja framleidda einingu mjög mikið. Þá hækkar launakostnaðurinn einnig og þar með eykst tapið að sögn Steins Loga. Hann segist telja að þau séu ekki mörg ferðaþjónustufyrirtækin sem séu rekin með hagnaði í dag þar sem flest rútufyrirtæki, bílaleigur og hótel og gistiheimili úti á landi séu rekin með tapi. „Þetta er bara staðreynd og ef launakostnaðurinn á að aukast ofan á þetta, það kann ekki góðri lukku að stýra.“Hlusta má á viðtalið við Stein Loga í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Steinn Logi Björnsson, sem starfaði í áratugi hjá Icelandair og þekkir því vel til í ferðaþjónustu- og flugbransanum, segir það blasa við að þetta ár verði slæmt fyrir ferðaþjónustuna, burtséð frá því hvort að flugfélagið WOW air fari á hausinn eða ekki. Þar spili bæði inn í að ferðamönnum er tekið að fækka og að flest ferðaþjónustufyrirtæki séu rekin með „bullandi tapi.“ Stærsta ástæðan vegna þess sé mjög hár launakostnaður og því kunni það ekki góðri lukku að stýra ef launakostnaður eykst enn frekar. Þetta kom fram í viðtali við Stein Loga í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi horfur í ferðaþjónustunni og þá erfiðu stöðu sem blasir við WOW.„Þetta lítur greinilega ekki vel út“ Steinn Logi sagði gífurlega óvissu um framtíð flugfélagsins en auðvitað voni hann að samningaviðræður Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra WOW air, við Indigo Partners skili árangri. „Hann er ótrúlega þrautseigur og ef einhver getur það þá getur hann það. Þetta lítur greinilega ekki vel út og er dálítið erfitt, það er alveg greinilegt, miðað við fréttir og annað en maður vonar að hann hangi á þessu,“ sagði Steinn Logi. Aðspurður hvaða áhrif það hefði ef illa færi sagði hann að það hefði gríðarleg áhrif, sérstaklega til skamms tíma, þar sem það tæki önnur flugfélög á markaðnum, eins og til dæmis Icelandair tíma að stíga inn í og auka sætaframboðið ef eftirspurnin helst sú sama. Þá verði gjaldþrot WOW air áfall ofan á það sem þegar er byrjað, það er fækkun ferðamanna.Steinn Logi Björnsson.Mesta fækkunin í mánuði frá því Eyjafjallajökull gaus „Menn gleyma því að í febrúar var 6,9 prósent fækkun ferðamanna til Íslands,“ sagði Steinn Logi en um mestu fækkun í einum mánuði er að ræða síðan strax eftir að Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa árið 2010. „Og líka bara þar áður 11. september 2001. Það hefur ekkert svona gerst og þetta er byrjað og menn verða að átta sig á þessu. Þetta eru 6,9 prósent sem er töluvert og það má líka kannski segja að þetta eru ekki nema 6,9 prósent því sætaframboðið og traffíkin um Keflavíkurflugvöll er miklu meira niður,“ sagði Steinn Logi. Spurður út í það hversu mikið WOW air ætti í þessum 6,9 prósentum sagði Steinn Logi að það hlyti að vera mikið þar sem sætaframboð félagsins hefur minnkað mikið þó að hafi komið honum á óvart að sætanýting WOW í febrúar hafi verið 84 prósent.Wow air hefur ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði.Vísir/VilhelmFlest ferðaþjónustufyrirtæki rekin með tapi Varðandi það að við blasi að árið 2019 verði ekki gott í ferðaþjónustunni burtséð frá WOW air sagði Steinn Logi fólk ekki átta sig á því að ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin með tapi. „Þetta ár verður ekki gott ár í ferðaþjónustunni. […] Það blasir við burtséð frá því hvað verður um WOW, WOW verður bara viðbótarsjokk. Það sem fólk áttar sig ekki á, menn horfa svolítið á fjölda ferðamanna alltaf og halda að þar með séu tekjurnar og hagnaðurinn svo mikill, en staðreyndin er sú og menn átta sig almennt ekki á að mjög stór hluti af ferðaþjónustunni er rekinn með bullandi tapi í dag og stærsta ástæðan fyrir því er mjög hár launakostnaður.“ Þegar það verði síðan samdráttur og nýtingin minnkar þá hækkar kostnaðurinn fyrir hverja framleidda einingu mjög mikið. Þá hækkar launakostnaðurinn einnig og þar með eykst tapið að sögn Steins Loga. Hann segist telja að þau séu ekki mörg ferðaþjónustufyrirtækin sem séu rekin með hagnaði í dag þar sem flest rútufyrirtæki, bílaleigur og hótel og gistiheimili úti á landi séu rekin með tapi. „Þetta er bara staðreynd og ef launakostnaðurinn á að aukast ofan á þetta, það kann ekki góðri lukku að stýra.“Hlusta má á viðtalið við Stein Loga í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira