Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2019 14:00 Úr dómsal í dag. Vísir/Vilhelm „Ég taldi hann vera í raunverulegri lífshættu ef hann [Eze Okafor] yrði sendur með þessu loftfari. Það var vitað að hann yrði sendur áfram til Nígeríu.“Þetta sagði Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur í í dag, við aðalmeðferðina í máli íslenska ríkisins gegn henni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur, um ástæðuna fyrir því að þær ákváðu að rísa úr sætum um borð í flugvél Icelandair fimmtudaginn 26. maí 2016 og mótmæla, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun Eze Okafor úr landi.Í skýrslu sem tekin var af Jórunni kom fram að hún hafi raunverulega óttast um líf vinar síns ef honum yrði vísað úr landi. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda hann til Nígeríu. Hún segir að Eze sé mikill friðarsinni og rólegur í fasi og að hann hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að beita ofbeldi.Sjá einnig: Lýsir því sem áfalli þegar kæran barstJórunn segist ekki hafa verið beðin um láta af hegðun sinni en þess í stað hafi flugfreyjur og einn farþegi strax byrjað að toga í hana. Sækjandi spurði hana hvers vegna hún hefði ekki hætt þegar flugfreyjurnar hófu að toga í hana.„Ég veit ekki af hverju ég ætti að hætta því. Ég man ekki eftir neinum fyrirmælum frá flugfreyjunum. Þær byrjuðu mjög fljótt að ýta mér og hrinda mér í gólfið. Ég man ekki eftir að hafa verið ávörpuð,“ segir Jórunn sem bendir á að það eina sem henni hafi gengið til hafi verið að koma skilaboðum áleiðis til farþega til að tryggja öryggi Eze.Myndband sem tekið var upp í flugvélinni og sýnir mótmælin má sjá hér að meðan.Beitti ekki líkamanum á nokkurn hátt Jórunn sagðist hafa passað sig sérstaklega að hafa hendur niður með síðum til að sýna að farþegum steðjaði engin ógn af henni. „[…] þangað til ég er felld þá gríp ég í stólbakið og síðan fyrir gólfið bara til að andlitið á mér fari ekki í gólfið. Ég beitti ekki líkama mínum á neinn hátt,“ sagði Jórunn.Hún sagði einnig að henni hefði brugðið hversu harkalega lögreglan hafi tekið á sér. Hendurnar hennar hefðu verið togaðar upp og aftur á bak með þeim afleiðingum að hún æpti af kvölum. Hún lýsir því hvernig hún hafi verið færð niður af pallinum. Þar hafi Jórunn setið róleg á malbikinu í járnum.„Þá kemur lögregluþjónn sem virðist hafa einhverja ánægju af því að pína mig og heldur áfram að toga hendurnar mínar upp og aftur og þá segir annar lögregluþjónn: Farðu með hana á bakvið bílinn því hún er í „kameru“ hér og þá er farið með mig þangað og hann heldur áfram að pína mig þar.“Telur sig hafa verið að standa vörð um líf Þegar verjandi spurði Jórunni hvort hún teldi að með gjörðum sínum hafi hún ekki brotið nein lög svaraði Jórunn neitandi. „Ég tel mig hafa verið að fylgja lögum um að standa vörð um líf samferðarfólksins og láta það ekki fram hjá mér fara þegar maður er í lífshættu. Ég tel líka þau lög vera mikilvægari en mörg önnur. Ég beitti engan mann ofbeldi. Ég fór ekki gegn neinum fyrirmælum neins sem hefur vald til þess að gefa fyrirmæli. Ég veit ekki hvernig ég á að hafa brotið lög.“Jórunn benti líka á að það auki trúverðugleika hennar að hún hafi í sífellu hvatt fólk til að taka upp myndskeið á meðan flugfreyjurnar hafi reynt að koma í veg fyrir upptökur. Jórunn segir að það hafi tekið lögreglu mjög stuttan tíma að handtaka Ragnheiði, sérstaklega í ljósi þess að hún hafi ekki sýnt neina mótspyrnu.Jórunn og Ragnheiður segja það hafa verið mikið áfall þegar ákæran barst.Vísir/Vilhelm„Aðgerðir okkar Jórunnar voru friðsamlegar“ Ragnheiði fannst mikilvægt að árétta, þegar hún gaf skýrslu fyrir dómi, að aðgerðir þeirra hefðu verið friðsamlegar. Það væri þess vegna sem alvarleiki ákæranna hefðu komið henni verulega á óvart. „Það er alveg skýrt í huga okkar að við erum þarna til að standa vörð um vin okkar og við töldum að líf hans væri í hættu og við vildum vekja athygli á málstað hans.“ Sagði hún að mótmælaaðgerðirnar um borð í flugvélinni hefðu verið síðasta úrræðið. Ragnheiður segist hafa orðið þess áskynja að flugliðar væru ólmir að komast sem fyrst í loftið vegna þess að það hafði orðið töluverð seinkun þá þegar á fluginu. Aðspurð hvort hún hafi talið sig vera að brjóta lög með gjörðum sínum svaraði Ragnheiður neitandi: „Að standa upp í flugvél og tala við farþega þegar flugvélin er enn þá í stæði? Nei,“ sagði Ragnheiður sem benti á að hurðin hefði meira að segja staðið opin.Þær stöllur voru nokkuð brattar áður en haldið var inn í dómssal.Vísir/Vilhelm„Það skapaðist mikil hræðsla í vélinni“ Einn lögreglumannanna sem var um borð í vélinni sagði að þrátt fyrir að það hefði tekið tiltölulega stuttan tíma að vísa konunum úr vélinni hafi það tekið langan tíma að róa farþegana niður. Sérstaklega konur sem sátu við hliðina á Ragnheiði. „Ég var meðal annars í því að róa þær niður og fullvissa þær um að það væru ekki fleiri um borð í vélinni,“ sagði lögreglufulltrúinn. „Það skapaðist mikil hræðsla um borð,“ bætti hann við og uppskar fliss úr salnum. Lögreglufulltrúinn sagði að þegar svona uppákoma verði um borð í flugvél skapist hræðsluástand á meðal farþega. Hann segist hafa haft töluverðar áhyggjur af Jórunni þegar hann sá að einn farþeganna var byrjaður að toga í Jórunni af fullum krafti. „Ég hafði bara áhyggjur af henni sko,“ bætir lögreglufulltrúinn við. Hann segir að það hafi tekið um hálftíma að ganga úr skugga að ekki væru fleiri mótmælendur um borð. Lögreglumaðurinn fullyrti að dyr flugvélarinnar hefðu verið loaðar þrátt fyrir að hann hafi setið aftast og haft litla yfirsýn. Þetta stangast á við það sem flugfreyjurnar segja því samkvæmt verklagsreglum megi þær ekki loka dyrunum fyrr en allir hafi fengið sér sæti og búið að ganga frá hólfinu fyrir ofan sætaraðirnar. Þá tók annar lögreglumaður til máls sem sagði að flugfreyja hefði komið til sín og sagt að um borð í flugvélinni væru farþegar sem væru að dreifa einblöðungi með mynd af Eze og upplýsingum um hann. „Einhverju seinna áður en vélin fer að hreyfast þá standa þessar konur upp og upphefst heljarinnar ástand; öskur og læti,“ segir hann og bætir við að þá hafi Eze sjálfur hrópað. Hann sagðist ekki hafa upplifað að farþegarnir um borð í vélinni hefðu samkennd með konunum og að þeir hefðu verið andsnúnir aðgerðum þeirra. „Ég get ekki talað fyrir hugarástandi farþeganna í vélinni. Það eina sem ég skynjaði kannski er að það hefur minni þolinmæði fyrir mótmælum í flugvélum en annars staðar. Það er svona mitt mat.“Ragnheiður og Jórunn voru að mótmæla því að verið væri að vísa Eze Okafor, sem sjá má hér, úr landi.Dyrnar lokaðar í minningunni Lögreglufulltrúinn, hvers starf var að gæta Eze, sagði mótmælaaðgerðirnar hafa valdið sér hugarangri því hann hefði farið að hugsa um það hvort eitthvað meira ætti eftir að gerast þessu tengt. Hann hélt að konurnar hefðu í hyggju að frelsa Eze og sagði að það hefði verið vel mögulegt í ljósi þess hversu auðvelt sé að opna dyr á flugvélum.Aðspurður hvort dyrnar hefðu verið lokaðar sagði hann að í minningunni hefðu þær verið lokaðar. Þetta stangast eins og áður sagði á við lýsingar kvennanna og flugfreyjanna sem fylgja ákveðnu verklagi.Þriðji lögreglufulltrúinn var einnig kallaður til sem vitni en hann var á aukavakt í flugstöðinni í Keflavík. Hann sagði að konurnar hefðu engu hlýtt og spriklað og sparkað. Téður lögreglufulltrúi sagði Jórunni hafa spriklað meira og að hún hefði verið að streitast meira á móti. Spurður hvort hann hefði gefið þeim einhver fyrirmæli sagðist hann telja það en bætti við að hann hefði „ekki eytt miklum tíma í að tala við þær enda voru þær ekki viðræðuhæfar.“Má ekki loka fyrr en allir hafa fengið sér sæti Flugfreyja sem var á vakt þennan morguninn sagði að hún mætti ekki loka dyrunum á vélinni fyrr en allir farþegar hafa fengið sér sæti og búið að loka hólfunum fyrir ofan sætin. Hún segist hafa gert flugstjóranum viðvart sérstaklega vegna þess að hún gat ekki lokað vélinni vegna eins farþega sem neitaði að setjast niður.„Ég man að ég sagði við hana að hún yrði að fá sér sæti , annars yrði henni hent út úr vélinni og líklega man ég það svona því það er það sem er sagt á myndbandinu,“ segir flugfreyjan.Sagði hún að það hafi reynst sér mjög átakanlegt að horfa upp á það þegar lögreglumennirnir handtóku konurnar.„Mér fannst það mjög vont.“Flugfreyjan sagði einnig að farþegarnir hefðu ekki skilið fullkomlega hvað væri í gangi því allir væru þreyttir. Flestir farþeganna hefðu verið að koma úr næturflugi frá Ameríku og Kanada.Áfram verður fylgst með dómsmálinu á Vísi í dag. Dómsmál Fréttir af flugi Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnagarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
„Ég taldi hann vera í raunverulegri lífshættu ef hann [Eze Okafor] yrði sendur með þessu loftfari. Það var vitað að hann yrði sendur áfram til Nígeríu.“Þetta sagði Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur í í dag, við aðalmeðferðina í máli íslenska ríkisins gegn henni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur, um ástæðuna fyrir því að þær ákváðu að rísa úr sætum um borð í flugvél Icelandair fimmtudaginn 26. maí 2016 og mótmæla, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun Eze Okafor úr landi.Í skýrslu sem tekin var af Jórunni kom fram að hún hafi raunverulega óttast um líf vinar síns ef honum yrði vísað úr landi. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda hann til Nígeríu. Hún segir að Eze sé mikill friðarsinni og rólegur í fasi og að hann hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að beita ofbeldi.Sjá einnig: Lýsir því sem áfalli þegar kæran barstJórunn segist ekki hafa verið beðin um láta af hegðun sinni en þess í stað hafi flugfreyjur og einn farþegi strax byrjað að toga í hana. Sækjandi spurði hana hvers vegna hún hefði ekki hætt þegar flugfreyjurnar hófu að toga í hana.„Ég veit ekki af hverju ég ætti að hætta því. Ég man ekki eftir neinum fyrirmælum frá flugfreyjunum. Þær byrjuðu mjög fljótt að ýta mér og hrinda mér í gólfið. Ég man ekki eftir að hafa verið ávörpuð,“ segir Jórunn sem bendir á að það eina sem henni hafi gengið til hafi verið að koma skilaboðum áleiðis til farþega til að tryggja öryggi Eze.Myndband sem tekið var upp í flugvélinni og sýnir mótmælin má sjá hér að meðan.Beitti ekki líkamanum á nokkurn hátt Jórunn sagðist hafa passað sig sérstaklega að hafa hendur niður með síðum til að sýna að farþegum steðjaði engin ógn af henni. „[…] þangað til ég er felld þá gríp ég í stólbakið og síðan fyrir gólfið bara til að andlitið á mér fari ekki í gólfið. Ég beitti ekki líkama mínum á neinn hátt,“ sagði Jórunn.Hún sagði einnig að henni hefði brugðið hversu harkalega lögreglan hafi tekið á sér. Hendurnar hennar hefðu verið togaðar upp og aftur á bak með þeim afleiðingum að hún æpti af kvölum. Hún lýsir því hvernig hún hafi verið færð niður af pallinum. Þar hafi Jórunn setið róleg á malbikinu í járnum.„Þá kemur lögregluþjónn sem virðist hafa einhverja ánægju af því að pína mig og heldur áfram að toga hendurnar mínar upp og aftur og þá segir annar lögregluþjónn: Farðu með hana á bakvið bílinn því hún er í „kameru“ hér og þá er farið með mig þangað og hann heldur áfram að pína mig þar.“Telur sig hafa verið að standa vörð um líf Þegar verjandi spurði Jórunni hvort hún teldi að með gjörðum sínum hafi hún ekki brotið nein lög svaraði Jórunn neitandi. „Ég tel mig hafa verið að fylgja lögum um að standa vörð um líf samferðarfólksins og láta það ekki fram hjá mér fara þegar maður er í lífshættu. Ég tel líka þau lög vera mikilvægari en mörg önnur. Ég beitti engan mann ofbeldi. Ég fór ekki gegn neinum fyrirmælum neins sem hefur vald til þess að gefa fyrirmæli. Ég veit ekki hvernig ég á að hafa brotið lög.“Jórunn benti líka á að það auki trúverðugleika hennar að hún hafi í sífellu hvatt fólk til að taka upp myndskeið á meðan flugfreyjurnar hafi reynt að koma í veg fyrir upptökur. Jórunn segir að það hafi tekið lögreglu mjög stuttan tíma að handtaka Ragnheiði, sérstaklega í ljósi þess að hún hafi ekki sýnt neina mótspyrnu.Jórunn og Ragnheiður segja það hafa verið mikið áfall þegar ákæran barst.Vísir/Vilhelm„Aðgerðir okkar Jórunnar voru friðsamlegar“ Ragnheiði fannst mikilvægt að árétta, þegar hún gaf skýrslu fyrir dómi, að aðgerðir þeirra hefðu verið friðsamlegar. Það væri þess vegna sem alvarleiki ákæranna hefðu komið henni verulega á óvart. „Það er alveg skýrt í huga okkar að við erum þarna til að standa vörð um vin okkar og við töldum að líf hans væri í hættu og við vildum vekja athygli á málstað hans.“ Sagði hún að mótmælaaðgerðirnar um borð í flugvélinni hefðu verið síðasta úrræðið. Ragnheiður segist hafa orðið þess áskynja að flugliðar væru ólmir að komast sem fyrst í loftið vegna þess að það hafði orðið töluverð seinkun þá þegar á fluginu. Aðspurð hvort hún hafi talið sig vera að brjóta lög með gjörðum sínum svaraði Ragnheiður neitandi: „Að standa upp í flugvél og tala við farþega þegar flugvélin er enn þá í stæði? Nei,“ sagði Ragnheiður sem benti á að hurðin hefði meira að segja staðið opin.Þær stöllur voru nokkuð brattar áður en haldið var inn í dómssal.Vísir/Vilhelm„Það skapaðist mikil hræðsla í vélinni“ Einn lögreglumannanna sem var um borð í vélinni sagði að þrátt fyrir að það hefði tekið tiltölulega stuttan tíma að vísa konunum úr vélinni hafi það tekið langan tíma að róa farþegana niður. Sérstaklega konur sem sátu við hliðina á Ragnheiði. „Ég var meðal annars í því að róa þær niður og fullvissa þær um að það væru ekki fleiri um borð í vélinni,“ sagði lögreglufulltrúinn. „Það skapaðist mikil hræðsla um borð,“ bætti hann við og uppskar fliss úr salnum. Lögreglufulltrúinn sagði að þegar svona uppákoma verði um borð í flugvél skapist hræðsluástand á meðal farþega. Hann segist hafa haft töluverðar áhyggjur af Jórunni þegar hann sá að einn farþeganna var byrjaður að toga í Jórunni af fullum krafti. „Ég hafði bara áhyggjur af henni sko,“ bætir lögreglufulltrúinn við. Hann segir að það hafi tekið um hálftíma að ganga úr skugga að ekki væru fleiri mótmælendur um borð. Lögreglumaðurinn fullyrti að dyr flugvélarinnar hefðu verið loaðar þrátt fyrir að hann hafi setið aftast og haft litla yfirsýn. Þetta stangast á við það sem flugfreyjurnar segja því samkvæmt verklagsreglum megi þær ekki loka dyrunum fyrr en allir hafi fengið sér sæti og búið að ganga frá hólfinu fyrir ofan sætaraðirnar. Þá tók annar lögreglumaður til máls sem sagði að flugfreyja hefði komið til sín og sagt að um borð í flugvélinni væru farþegar sem væru að dreifa einblöðungi með mynd af Eze og upplýsingum um hann. „Einhverju seinna áður en vélin fer að hreyfast þá standa þessar konur upp og upphefst heljarinnar ástand; öskur og læti,“ segir hann og bætir við að þá hafi Eze sjálfur hrópað. Hann sagðist ekki hafa upplifað að farþegarnir um borð í vélinni hefðu samkennd með konunum og að þeir hefðu verið andsnúnir aðgerðum þeirra. „Ég get ekki talað fyrir hugarástandi farþeganna í vélinni. Það eina sem ég skynjaði kannski er að það hefur minni þolinmæði fyrir mótmælum í flugvélum en annars staðar. Það er svona mitt mat.“Ragnheiður og Jórunn voru að mótmæla því að verið væri að vísa Eze Okafor, sem sjá má hér, úr landi.Dyrnar lokaðar í minningunni Lögreglufulltrúinn, hvers starf var að gæta Eze, sagði mótmælaaðgerðirnar hafa valdið sér hugarangri því hann hefði farið að hugsa um það hvort eitthvað meira ætti eftir að gerast þessu tengt. Hann hélt að konurnar hefðu í hyggju að frelsa Eze og sagði að það hefði verið vel mögulegt í ljósi þess hversu auðvelt sé að opna dyr á flugvélum.Aðspurður hvort dyrnar hefðu verið lokaðar sagði hann að í minningunni hefðu þær verið lokaðar. Þetta stangast eins og áður sagði á við lýsingar kvennanna og flugfreyjanna sem fylgja ákveðnu verklagi.Þriðji lögreglufulltrúinn var einnig kallaður til sem vitni en hann var á aukavakt í flugstöðinni í Keflavík. Hann sagði að konurnar hefðu engu hlýtt og spriklað og sparkað. Téður lögreglufulltrúi sagði Jórunni hafa spriklað meira og að hún hefði verið að streitast meira á móti. Spurður hvort hann hefði gefið þeim einhver fyrirmæli sagðist hann telja það en bætti við að hann hefði „ekki eytt miklum tíma í að tala við þær enda voru þær ekki viðræðuhæfar.“Má ekki loka fyrr en allir hafa fengið sér sæti Flugfreyja sem var á vakt þennan morguninn sagði að hún mætti ekki loka dyrunum á vélinni fyrr en allir farþegar hafa fengið sér sæti og búið að loka hólfunum fyrir ofan sætin. Hún segist hafa gert flugstjóranum viðvart sérstaklega vegna þess að hún gat ekki lokað vélinni vegna eins farþega sem neitaði að setjast niður.„Ég man að ég sagði við hana að hún yrði að fá sér sæti , annars yrði henni hent út úr vélinni og líklega man ég það svona því það er það sem er sagt á myndbandinu,“ segir flugfreyjan.Sagði hún að það hafi reynst sér mjög átakanlegt að horfa upp á það þegar lögreglumennirnir handtóku konurnar.„Mér fannst það mjög vont.“Flugfreyjan sagði einnig að farþegarnir hefðu ekki skilið fullkomlega hvað væri í gangi því allir væru þreyttir. Flestir farþeganna hefðu verið að koma úr næturflugi frá Ameríku og Kanada.Áfram verður fylgst með dómsmálinu á Vísi í dag.
Dómsmál Fréttir af flugi Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnagarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira