Finnur „sem allt vinnur“ í Körfuboltakvöldi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 13:45 Finnur Freyr Stefánsson fagnar einum af Íslandsmeistaratitlunum sínum með KR. Vísir/Andri Marinó Þetta er stórt kvöld í Domino´s deildinni í körfubolta en Stjarnan tekur á móti Njarðvík í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn og strax á eftir er Domino's Körfuboltakvöld þar sem boðið verður upp á sérstakan gest í kvöld. Finnur Freyr Stefánsson gerði KR að Íslandsmeisturum fimm ár í röð og er eini þjálfarinn sem hefur náð því í 35 ára sögu úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar. Orðalagið Finnur „sem allt vinnur“ hefur verið mikið notað þegar menn fjalla um þennan frábæra þjálfara en sumir vilja líka ganga svo langt að kalla kappann „Fimmur“ en það er önnur saga. Finnur Freyr hætti með KR-liðið eftir titilinn síðasta vor en þjálfar yngri flokka hjá Val, er aðstoðarþjálfari A-landsliðskarla og er yfirþjálfari yngri landsliða hjá KKÍ. Finnur Freyr mun fara yfir nítjándu umferðina með þeim Hermanni Haukssyni og Teiti Örlygssyni. Teitur er einmitt sá leikmaður sem hefur unnið úrslitakeppnina oftast eða tíu sinnum. Stöð 2 Sport sýnir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í beinni og hefst útsendingin klukkan 19.00. Domino's Körfuboltakvöld fer síðan í loftið klukkan 21.10. Dominos-deild karla Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Sjá meira
Þetta er stórt kvöld í Domino´s deildinni í körfubolta en Stjarnan tekur á móti Njarðvík í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn og strax á eftir er Domino's Körfuboltakvöld þar sem boðið verður upp á sérstakan gest í kvöld. Finnur Freyr Stefánsson gerði KR að Íslandsmeisturum fimm ár í röð og er eini þjálfarinn sem hefur náð því í 35 ára sögu úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar. Orðalagið Finnur „sem allt vinnur“ hefur verið mikið notað þegar menn fjalla um þennan frábæra þjálfara en sumir vilja líka ganga svo langt að kalla kappann „Fimmur“ en það er önnur saga. Finnur Freyr hætti með KR-liðið eftir titilinn síðasta vor en þjálfar yngri flokka hjá Val, er aðstoðarþjálfari A-landsliðskarla og er yfirþjálfari yngri landsliða hjá KKÍ. Finnur Freyr mun fara yfir nítjándu umferðina með þeim Hermanni Haukssyni og Teiti Örlygssyni. Teitur er einmitt sá leikmaður sem hefur unnið úrslitakeppnina oftast eða tíu sinnum. Stöð 2 Sport sýnir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í beinni og hefst útsendingin klukkan 19.00. Domino's Körfuboltakvöld fer síðan í loftið klukkan 21.10.
Dominos-deild karla Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit