Þorbjörg nýr formaður Samtakanna '78 Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 19:19 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, nýr formaður Samtakanna '78. Samtökin '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, doktorsnemi í íslenskri málfræði, er nýr formaður Samtakanna 78 en aðalfundur samtakanna fór fram í dag. Þorbjörg tekur við embættinu af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2016. „Samtökin ‘78 eru ein allra mikilvægustu félagasamtök á Íslandi. Á fjörutíu ára sögu félagsins hafa lífsgæði og réttindi hinsegin fólks tekið algjörum stakkaskiptum. Þökk sé þrotlausri baráttu búum við nú við lífsgæði sem voru nánast óhugsandi þegar Samtökin ‘78 voru stofnuð,“ sagði Þorbjörg í ræðu sinni eftir að hún tók við embættinu. Þorbjörg var ein í framboði til formanns og var því sjálfkjörin, auk hennar voru kosin í stjórn Marion Lerner, Rósanna Andrésdóttir og Sigurður Júlíus Guðmundsson, en fyrir eru í stjórn þeir Unnsteinn Jóhannsson og Rúnar Þórir Ingólfsson sem voru kjörnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Tíu einstaklingar voru kosin í trúnaðarráð, þau eru: Agnes Jónasdóttir, Anna Eir Guðfinnudóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Edda Sigurðardóttir, Einar Þór Jónsson, Elísabet Rakel Sigurðardóttir, Erlingur Sigvaldason, Nicholas Pfosi, Sigtýr Ægir Kárason og Særós Rannveig Björnsdóttir.Þorbjörg (v) auk fráfarandi formanni samtakanna, Maríu Helgu GuðmundsdótturSamtökin '78Í ræðu sinni sagði Þorbjörg að þó að lagaleg staða hinsegin fólks sé ekki fullkomin sé almenningsálitið með hinsegin fólki í liði, „Það er ekki eftirsóknarvert að vera fordómafullur gagnvart hinsegin fólki í íslensku samfélagi nútímans. Þetta þýðir ekki að Ísland sé einhver hinsegin útópía; að við höfum náð fullkominni hinsegin fullkomnun og lifum í besta heimi allra heima. Því ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki á Íslandi er staðreynd.“ Á aðalfundinum var auk kosninga í embætti farið yfir fjárhagsáætlun samtakanna og aðgerðaráætlun gegn ofbeldi var kynnt en nánar verður unnið að henni á næstu vikum. Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, doktorsnemi í íslenskri málfræði, er nýr formaður Samtakanna 78 en aðalfundur samtakanna fór fram í dag. Þorbjörg tekur við embættinu af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2016. „Samtökin ‘78 eru ein allra mikilvægustu félagasamtök á Íslandi. Á fjörutíu ára sögu félagsins hafa lífsgæði og réttindi hinsegin fólks tekið algjörum stakkaskiptum. Þökk sé þrotlausri baráttu búum við nú við lífsgæði sem voru nánast óhugsandi þegar Samtökin ‘78 voru stofnuð,“ sagði Þorbjörg í ræðu sinni eftir að hún tók við embættinu. Þorbjörg var ein í framboði til formanns og var því sjálfkjörin, auk hennar voru kosin í stjórn Marion Lerner, Rósanna Andrésdóttir og Sigurður Júlíus Guðmundsson, en fyrir eru í stjórn þeir Unnsteinn Jóhannsson og Rúnar Þórir Ingólfsson sem voru kjörnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Tíu einstaklingar voru kosin í trúnaðarráð, þau eru: Agnes Jónasdóttir, Anna Eir Guðfinnudóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Edda Sigurðardóttir, Einar Þór Jónsson, Elísabet Rakel Sigurðardóttir, Erlingur Sigvaldason, Nicholas Pfosi, Sigtýr Ægir Kárason og Særós Rannveig Björnsdóttir.Þorbjörg (v) auk fráfarandi formanni samtakanna, Maríu Helgu GuðmundsdótturSamtökin '78Í ræðu sinni sagði Þorbjörg að þó að lagaleg staða hinsegin fólks sé ekki fullkomin sé almenningsálitið með hinsegin fólki í liði, „Það er ekki eftirsóknarvert að vera fordómafullur gagnvart hinsegin fólki í íslensku samfélagi nútímans. Þetta þýðir ekki að Ísland sé einhver hinsegin útópía; að við höfum náð fullkominni hinsegin fullkomnun og lifum í besta heimi allra heima. Því ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki á Íslandi er staðreynd.“ Á aðalfundinum var auk kosninga í embætti farið yfir fjárhagsáætlun samtakanna og aðgerðaráætlun gegn ofbeldi var kynnt en nánar verður unnið að henni á næstu vikum.
Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Sjá meira