FH eru komnir í undanúrslit Lengjubikars karla eftir 2-1 sigur á Breiðablik í Kórnum í morgun.
FH voru á toppi riðilsins fyrir leikinn í dag en Breiðarblik var í öðru sætinu. Það var Atli Guðnason sem kom FH-ingum yfir snemma leiks áður en Thomas Mikkelsen jafnaði fyrir Blika af vítapunktinum í seinni hálfleiknum.
Það var síðan Brandur Olsen sem tryggði FH-ingum sigurinn einnig úr víti áður en flautað var til leiksloka.
Sigur FH-inga þýðir að þeir eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins og geta þar mætt KR eða Fylki.
FH í undanúrslit eftir sigur á Breiðablik
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti


„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“
Körfubolti

Valur einum sigri frá úrslitum
Handbolti

Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn


Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Íslenski boltinn

Fyrsta deildartap PSG
Fótbolti

„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn
