Bjarni setur spurningamerki við valdsvið Mannréttindadómstólsins Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 19:33 Forsætisráðherra segir forgangsmál stjórnvalda að tryggja réttaröryggi eftir dóm Mannréttindadómstólsins og Landsréttur lagði niður störf í gær. Fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvort Mannréttindadómstólinn hafi farið yfir línuna. Nýr ráðherra tekur við dómsmálaráðuneytinu á ríkisráðsfundi sem fer fram á Bessastöðum á morgun. Þingflokkar stjórnarflokkanna réðu ráðum sínum í dag eftir óvissuna sem kom upp í framhaldi af dómi Mannréttindadómstólsins. Þá stigu leiðtogar stjórnarflokkanna af fundi til að ræða sín í milli eftir að fyrir lá að dómsmálaráðherra segði af sér. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi svo við fréttamenn að loknum fréttamannafundi dómsmálaráðherra og sagði mikilvægast að sköpuð yrði vissa um starfsemi Landsréttar. „Það liggur fyrir að úrskurður Mannréttindadómstólsins hefur miklar afleiðingar fyrir starf Landsréttar. Það sést best á því að dómarar þar hafa frestað öllum málum og sitja við til að skilgreina í raun hæfi sitt eins og þeim ber að gera samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að tryggja þetta á næstu dögum. Sjálf hafi hún kallað til sérfræðinga til að rýna fordæmalausan dóm Mannréttindadómstólsins „Þess vegna er eðlilegt að honum verði áfrýjað. Af því að þessi dómur hefur skírskotun til fleiri ríkja. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er ekki ólíklegt að efri deild Mannréttindadómstólsins muni taka hann til skoðunar,“ segir Katrín. Forsætisráðherra sagðist styðja ákvörðun Sigríðar sem hún hefði rætt við í gær. Með ákvörðun sinni tryggði hún að hægt væri að vinna að málinu með eðlilegum hætti. Ekki liggi fyrir nú hvort atbeina Alþingis og dómstóla þurfi til að skýra stöðu Landsréttar en hún hafi boðið Alþingi að gefa því skýrslu um málið á næstu dögum.Settuð þið Sjálfstæðismönnum þann kost að það yrði eitthvað að gerast að öðrum kosti væri þetta stjórnarsamstarf í hættu?„Eins og ég sagði hér áðan. Ég átti samtal við ráðherrann í gær og lýsti áhyggjum mínum af stöðu mála. En ég styð hins vegar alveg hennar ákvörðun að stíga til hliðar þannig að þetta mál verði til lykta leitt í vinnufriði,“ sagði forsætisráðherra. Tveir kostir í stöðunni Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokk sjálfstæðismanna líta svo á að Sigríður eigi afturkvæmt í ráðherrastól eftir að mál Landsréttar hafi verið útkljáð og hann hafi rætt það við hina oddvita stjórnarflokkanna. Nýr dómsmálaráðherra taki við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Tveir kostir séu í stöðunni. „Það er að segja að við fáum annað hvort einhvern ráðherra í ríkisstjórninni til að gegna embættinu. Nú eða þá að það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Dómur Mannréttindadómstólsins komi mönnum í opna skjöldu en miikilvægt væri að tryggja réttaröryggi í kringum Landsrétt. Stjórnarflokkarnir hefðu mikla trú á stjórnarsamstarfinu. Hins vegar setur Bjarni spurningarmerki við dóm Mannréttindadómstólsins. „Við höfum við framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Ég hélt ekki. Eitt af stóru álitamálunum varðandi niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu snýr einmitt að því hvar hann dregur mörkin í afskiptum af niðurstöðum um lög og rétt í aðildarríkjum,“ sagði Bjarni. Ísland hafi skipað sér í flokk ríkja sem vilji verja gildi Evrópusáttmálans og eigi því aðild að dómstólnum. Niðurstöður hans hafi oft verið umdeildar og Bretar og Danir rætt aðild sína að honum. „Nú finnst mér vera komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort að hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði fjármálaráðherra. Þess vegna þurfi að láta reyna á áfrýjun á grundvelli sjónarmiða í minnihlutaáliti dómsins „Um það að hér hafi menn gengið allt, allt of langt.“Þannig að það kemur til greina í þínum huga við þessar aðstæður að Ísland segi sig frá aðild að þessum dómstól?„Nei ég var ekki að boða neitt slíkt. Ég var bara að segja að starfsemi dómstólsins er ekki hafin yfir gagnrýni. Það felst ekki nein yfirlýsing um að grafa undan dómstól með því að áfrýja niðurstöðu hans,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra er sáttur við niðurstöðu mála. „Það er alveg ljóst að við tókum þennan dóm alvarlega. Það er líka mikilvægt að ríkisstjórnin taki á þessu máli eins og öðrum af yfirvegun og með markvissum hætti. Þessi ákvörðun ráðherrans skapast auðvitað af því, eins og hún sagði sjálf að það væri erfitt fyrir hana að leiða þessi mál til lykta,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir forgangsmál stjórnvalda að tryggja réttaröryggi eftir dóm Mannréttindadómstólsins og Landsréttur lagði niður störf í gær. Fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvort Mannréttindadómstólinn hafi farið yfir línuna. Nýr ráðherra tekur við dómsmálaráðuneytinu á ríkisráðsfundi sem fer fram á Bessastöðum á morgun. Þingflokkar stjórnarflokkanna réðu ráðum sínum í dag eftir óvissuna sem kom upp í framhaldi af dómi Mannréttindadómstólsins. Þá stigu leiðtogar stjórnarflokkanna af fundi til að ræða sín í milli eftir að fyrir lá að dómsmálaráðherra segði af sér. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi svo við fréttamenn að loknum fréttamannafundi dómsmálaráðherra og sagði mikilvægast að sköpuð yrði vissa um starfsemi Landsréttar. „Það liggur fyrir að úrskurður Mannréttindadómstólsins hefur miklar afleiðingar fyrir starf Landsréttar. Það sést best á því að dómarar þar hafa frestað öllum málum og sitja við til að skilgreina í raun hæfi sitt eins og þeim ber að gera samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að tryggja þetta á næstu dögum. Sjálf hafi hún kallað til sérfræðinga til að rýna fordæmalausan dóm Mannréttindadómstólsins „Þess vegna er eðlilegt að honum verði áfrýjað. Af því að þessi dómur hefur skírskotun til fleiri ríkja. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er ekki ólíklegt að efri deild Mannréttindadómstólsins muni taka hann til skoðunar,“ segir Katrín. Forsætisráðherra sagðist styðja ákvörðun Sigríðar sem hún hefði rætt við í gær. Með ákvörðun sinni tryggði hún að hægt væri að vinna að málinu með eðlilegum hætti. Ekki liggi fyrir nú hvort atbeina Alþingis og dómstóla þurfi til að skýra stöðu Landsréttar en hún hafi boðið Alþingi að gefa því skýrslu um málið á næstu dögum.Settuð þið Sjálfstæðismönnum þann kost að það yrði eitthvað að gerast að öðrum kosti væri þetta stjórnarsamstarf í hættu?„Eins og ég sagði hér áðan. Ég átti samtal við ráðherrann í gær og lýsti áhyggjum mínum af stöðu mála. En ég styð hins vegar alveg hennar ákvörðun að stíga til hliðar þannig að þetta mál verði til lykta leitt í vinnufriði,“ sagði forsætisráðherra. Tveir kostir í stöðunni Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokk sjálfstæðismanna líta svo á að Sigríður eigi afturkvæmt í ráðherrastól eftir að mál Landsréttar hafi verið útkljáð og hann hafi rætt það við hina oddvita stjórnarflokkanna. Nýr dómsmálaráðherra taki við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Tveir kostir séu í stöðunni. „Það er að segja að við fáum annað hvort einhvern ráðherra í ríkisstjórninni til að gegna embættinu. Nú eða þá að það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Dómur Mannréttindadómstólsins komi mönnum í opna skjöldu en miikilvægt væri að tryggja réttaröryggi í kringum Landsrétt. Stjórnarflokkarnir hefðu mikla trú á stjórnarsamstarfinu. Hins vegar setur Bjarni spurningarmerki við dóm Mannréttindadómstólsins. „Við höfum við framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Ég hélt ekki. Eitt af stóru álitamálunum varðandi niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu snýr einmitt að því hvar hann dregur mörkin í afskiptum af niðurstöðum um lög og rétt í aðildarríkjum,“ sagði Bjarni. Ísland hafi skipað sér í flokk ríkja sem vilji verja gildi Evrópusáttmálans og eigi því aðild að dómstólnum. Niðurstöður hans hafi oft verið umdeildar og Bretar og Danir rætt aðild sína að honum. „Nú finnst mér vera komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort að hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði fjármálaráðherra. Þess vegna þurfi að láta reyna á áfrýjun á grundvelli sjónarmiða í minnihlutaáliti dómsins „Um það að hér hafi menn gengið allt, allt of langt.“Þannig að það kemur til greina í þínum huga við þessar aðstæður að Ísland segi sig frá aðild að þessum dómstól?„Nei ég var ekki að boða neitt slíkt. Ég var bara að segja að starfsemi dómstólsins er ekki hafin yfir gagnrýni. Það felst ekki nein yfirlýsing um að grafa undan dómstól með því að áfrýja niðurstöðu hans,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra er sáttur við niðurstöðu mála. „Það er alveg ljóst að við tókum þennan dóm alvarlega. Það er líka mikilvægt að ríkisstjórnin taki á þessu máli eins og öðrum af yfirvegun og með markvissum hætti. Þessi ákvörðun ráðherrans skapast auðvitað af því, eins og hún sagði sjálf að það væri erfitt fyrir hana að leiða þessi mál til lykta,“ sagði formaður Framsóknarflokksins.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49