Enski boltinn

Sjáðu mörkin ellefu úr enska boltanum í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Antonio fagnar.
Antonio fagnar. vísir/getty
Sex leikir voru í enska boltanum í gær en þar bar hæst að Tottenham tapaði á heimavelli og Brighton steig stórt skref í átt að áframhaldandi sæti í deildinni.

Tottenham tapaði 1-0 í hádegisleiknum gegn grönnunum í West Ham en markið skoraði Michail Antonio í síðari hálfleik. Slæmt tap fyrir Tottenham í Meistaradeildarbaráttunni.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Manchester United um síðustu helgi en þeir gerðu markalaust jafntefli við Crystal Palace.

Aron Einar Gunnarsson og Cardiff eru í erfiðri stöðu eftir 1-0 tap gegn föllnu liði Fulham en Cardiff er nú fjórum stigum á eftir Brighton er tvær umferðir eru eftir.

Mesta fjörið var á St. Mary's þar sem Southampton og Bournemouth gerðu 3-3 jafntefli en jafnteflið tryggði Southampton sæti í deildinni á næstu leiktíð.

Öll mörkin og helstu atvik má sjá í spilurunum hér að neðan.

Crystal Palace - Everton 0-0:
Klippa: FT Crystal Palace 0 - 0 Everton
Brighton - Newcaste 1-1:
Klippa: FT Brighton 1 - 1 Newcastle
Fulham - Cardiff 1-0:
Klippa: FT Fulham 1 - 0 Cardiff
Watford - Wolves 1-2:
Klippa: FT Watford 1 - 2 Wolves
Tottenham - West Ham 0-1:
Klippa: FT Tottenham 0 - 1 West Ham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×