Enski boltinn

Guardiola: City er Tiger Woods og Usian Bolt ensku úrvalsdeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola var í stuði í dag.
Guardiola var í stuði í dag. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Manchester City sé Tiger Woods, Usain Bolt eða Jack Nicklaus ensku úrvalsdeildarinnar.

Spánverjinn var á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Burnley um helgina en hann segir að síðustu tvö tímabil hafi City sett nýtt viðmið í enska fótboltanum.

„Áður fyrr var þetta auðveldara. Áður fyrr gátu allir tapað fyrir öllum. Síðustu tvö ár höfum við unnið fullt af leikjum og við höfum sett markið,“ sagði Guardiola.

„Þegar Usain Bolt hljóp í hundrað metrunum þá setti hann staðalinn. Aðrir þurfa að reyna ná því. Þetta eru 14 risa sigrar hjá Jack Nicklaus og Tiger Woods. Þetta er það sama. 100 stig á tímabili og ef þú vilt keppa við það verðuru að ná því.“

City spilar gegn Burnley á sunnudaginn en leikurinn hefst klukkan 14.00 og verður að sjálfsögðu í beinni á Sportinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×