Fyrsta deildarmarkið síðan 9. mars fór langleiðina með að tryggja Brighton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Brighton fagna markinu.
Leikmenn Brighton fagna markinu. vísir/getty
Brighton og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úvralsdeildinni en stigið gerði mikið fyrir Brighton sem hefur verið í bullandi fallbaráttu.

Newcastle komst yfir á átjándu mínútu. Salomon Randon lagði boltann skemmtilega fyrir Ayoze Perez sem þrumaði boltanum frábærlega í netið. Fjórða mark hans í síðustu tveimur leikjum.

Jöfnunarmark Brighton kom stundarfjórðungi fyrir leikslok en þeir höfðu ekki skorað mark í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars. Markið í kvöld skoraði Pascal Gross.

Brighton er nú fjórum stigum á undan Cardiff sem er í fallsæti og er einnig með betri markatölu en Cardiff. Tveir leikir eru eftir af deildinni og stigið því risa stórt fyrir Cardiff.

Newcastle er hins vegar í þrettánda sætinu með 42 stig. Þeir enda um miðja deild þetta árið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira