Auðvelt hjá Liverpool sem endurheimti toppsætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna í kvöld. vísir/getty
Liverpool er með tveggja stiga forskot á Manchester City eftir 5-0 sigur á Huddersfield í kvöld. Sigurinn aldrei í hættu.

Það voru liðnar innan við tuttugu sekúndur er fyrsta markið kom. Eftir góða pressu Liverpool fékk Naby Keita boltann frá Mo Salah og kom boltanum í netið.

Á 23. mínútu var staðan orðinn 2-0 en þá skoraði Sadio Mane eftir undirbúning Andy Robertson sem var algjörlega magnaður í kvöld. Dældi út stoðsendingum.





Þriðja markið kom á síðustu mínútu fyrri hálfleiks en þá skoraði Mo Salah. Hann fékk sendingu inn fyrir vörn Huddersfield, sem var eins og gatasigti, og vippaði boltanum yfir Jonas Lossl.

Liverpool skoraði tvö mörk í síðari hálfeik. Sadio Mane skoraði fjórða markið eftir klukkutímaleik og Salah gerði annað mark sitt og fimmta mark Liverpool sjö mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 5-0.

Eftir sigurinn er Liverpool með 91 stig á toppi deildarinnar en Manchester City er í öðru sætinu með 89. Þeir eiga leik til góða á sunnudaginn er þeir mæta Burnley.

Huddersfield er fallið. Er á botninum með fjórtán stig og hafa fengið á sig 74 mörk í deildinni í vetur.





Staðan

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira