Enski boltinn

Inter vill Sanchez en launapakkinn margfalt minni en hann fær á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sanchez fyrir leik United gegn Huddersfield á dögunum.
Sanchez fyrir leik United gegn Huddersfield á dögunum. vísir/getty
Inter Milan hefur áhuga á að klófesta Alexis Sanchez frá Manchester United en hann er talinn vera á útsölulista hjá þeim rauðklæddu á Englandi.

Gazetta dello Sport miðillinn á Ítalíu greinir frá þessu en Sanchez hefur verið mikil vonbrigði hjá United frá því að hann gekk í raðir félagsins frá Arsenal fyrir einu og hálfu ári.







Sánchez er heldur ekki á neinum láglaunataxta og vill United losna við ofurlaun hans af launaskrám félagsins. Nú hefur Inter komið til sögunnar en fari hann þangað verður hann að lækka laun sín svo um munar.

Sílemaðurinn hefur spilað tuttugu leiki fyrir United í úrvalsdeildinni þetta tímabilið en uppskeran hefur ekki verið mikil; eitt mark og þrjár stoðsendingar. Mínúturnar hafa þó samtals verið einugis 887 mínútur.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur talað mikið um að hreinsað verði til í sumar og eru allar líkur á því að Sanchez yfirgefi Manchester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×