Enski boltinn

Messan: Guardiola er ekki háður neinum leikmanni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep fagnar með sínu fólki í gær.
Pep fagnar með sínu fólki í gær. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man. City, fetaði í fótspor Sir Alex Ferguson og Jose Mourinho í gær er hann náði að verja Englandsmeistaratitilinn með Man. City.

„Það sem mér finnst sérstaklega merkilegt við þennan magnaða titil er hvað fáir leikmenn áttu stórkostlegt tímabil. Samt skila þeir 98 stigum,“ sagði Hjörvar Hafliðason og rúllaði svo aðeins yfir liðið.

Strákarnir bentu svo á tölfræði lykilmanna sem er oft á tíðum langt undir væntingum.

„Þess vegna er Pep Guardiola besti stjóri heims í dag. Heildin er svo frábær. Hann er ekki háður neinum leikmanni,“ bætti Ríkharður Daðason við.

Sjá má umræðuna hér að neðan.



Klippa: Messan um meistara Man. City

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×