Enski boltinn

Guardiola: Við viljum þessa pressu

Dagur Lárusson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að leikmenn hans muni þola pressuna sem verður á þeim á morgun.

 

Manchester City mun verða Englandsmeistari ef liðið nær að vinna Brighton á útivelli. Það verður hinsvegar Liverpool sem verður Englandsmeistari ef það vinnur sinn leik og City nær ekki að vinna Brighton.

 

„Það er mikil pressa á okkur en okkur líkar vel við það. Við erum að spila um eitthvað sem er svo sérstakt, að vinna ensku úrvalsdeildina.“

 

„Það er erfitt að vinna þessa deild einu sinni, og hvað þá tvisvar sinnum. Leikmennirnir verða einfaldlega að finna fyrir þessari pressu til þess að vita hversu mikilvægt þetta er. En þegar það gerist þá spilum við betur, og þess vegna viljum við þessa pressu.“

 

Aðspurður að því hvernig hann vill að sínir menn spili á morgun svaraði hann að þeir þyrftu ekki að breyta neinu.

 

„Við þurfum að fara þarna út og gera nákvæmlega það sama og við höfum gert síðustu tvö tímabilin. Fara á völlinn, vera ákveðnir, einbeittir og reyna að skora eins mörg mörk og við getum.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×