Enski boltinn

United að kaupa 21 árs gamlan strák frá Swansea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Daniel James spilaði vel fyrir Swansea.
Daniel James spilaði vel fyrir Swansea. vísir/getty
Manchester United er að ganga frá kaupum á Daniel James frá Swansea fyrir fimmtán milljónir punda, samkvæmt heimildum Sky Sports.

James, sem er 21 árs gamall Walesverji og er uppalinn hjá Hull, spilaði 33 leiki í ensku B-deildinni með Swansea í vetur. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp níu.

Hann á að baki leiki með öllum yngri landsliðum Wales og tvo A-landsleiki en hann skoraði í öðrum þeirra á móti Slóvakíu í mars í undankeppni EM 2020.

Leeds var sama og búið að kaupa James á lokadegi félagaskipta í janúar en hann var mættur á Elland Road í viðtöl og myndatöku þegar að samningurinn náði svo ekki í gegn áður en klukkan sló ellefu.

Gangi kaupin í gegn verður Walesverjinn ungi fyrsti leikmaðurinn sem að Ole Gunnar Solskjær kaupir til Manchester United en Norðmannsins bíður ærið verkefni að stokka upp í leikmannahópi liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×