Fótbolti

Jafntefli hjá Victori fyrir framan 45 þúsund manns og Ari hafði betur gegn Anderlecht

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson. vísir/getty
Ari Freyr Skúlason spilaði allan leikinn fyrir KV Oostende sem vann frábæran 2-1 útisigur á Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Anderlecht komst yfir en Oostende kom til baka og er með þrjú stig eftir fyrstu umferðina. Frábær byrjun Ara hjá nýju félagi.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Darmstadt sem gerði 1-1 jafntefli við HSV í þýsku B-deildinni í dag. 45 þúsund áhorfendur voru á Volksparks-leikvanginum í Hamburg.

Jöfnunarmark Hamburg kom í uppbótartíma er Aaron Hunt skoraði úr vítaspyrnu en Darmstadt komst yfir á 48. mínútu. Leikurinn var liður í fyrstu umferð deildarinnar.

Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Astana sem vann 4-0 sigur á Taraz í úrvalsdeildinni í Kasakstan í dag. Astana er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Tobol Kostanay.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö sem gerði markalaust jafntefli við Östersunds á útivelli. Malmö er þó áfram á toppnum, á betri markatölu en AIK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×