Fótbolti

Gunnhildur í byrjunarliði í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnhildur í landsleik.
Gunnhildur í landsleik. vísir/getty
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliði Utah Royals sem tapaði 2-1 fyrir North Carolina Courage í bandarísku úrvalsdeildinni í nótt.

Gunnhildur og félagar komust yfir með marki á þrettándu mínútu er Christen Press kom Utah yfir en á 35. mínútu jafnaði Kristen Hamilton.







Sigurmarkið kom svo á níundu mínútu síðari hálfleiks er Jessica McDonald skoraði sigurmarkið eftir undirbúning Hamilton. Lokatölur 2-1.

Gunnhildur spilaði fyrstu 72 mínútur leiksins á miðju Utah sem er í sjötta sæti deildarinnar með átján stig eftir þrettán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×