Ný eigendastefna forsenda fyrir bankasölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 12:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, situr í ráðherranefnd um efnahagsmál. Vísir/vilhelm Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir. Samstaða sé innan ríkisstjórnar um söluna en í fjárlögum er heimild til sölu á hlutum í Íslandsbanka og Landsbanka. Í fjárlögum næsta árs er sem fyrr heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem og hlutinn í Landsbankanum. Fréttablaðið greindi frá nýju minnisblaði Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignarhlutina, í vikunni. Þar komi fram að næsta skref í söluferli bankanna sé að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð. Bókfært eigið fé Íslandsbanka nam um 175 milljörðum króna um mitt þetta ár og fjórðungshlutur hljóðar því upp á um 44 milljarða króna. Lilja Alfreðsdóttir, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál, fór yfir næstu skref varðandi sölu á bönkunum í Sprengisandi í morgun. Hún vildi ekkert gefa upp um tímasetningar varðandi söluna en sagði þó góða samstöðu innan ríkisstjórnar um málið. „Bankasýslan hefur verið að vinna að ákveðnum tillögum og það þarf að halda þeirri vinnu áfram en fyrst og síðast þá þarf að ríkja pólitísk sátt um næstu skref og meta virkilega hver staðan er.“ Þá sé forsenda að uppfæra eigendastefnu ríkisins. „Við höfum talað um að Landsbankinn verði í eigu ríkissjóðs en í núverandi eigendastefnu er það ekki gefið til kynna,“ segir Lilja. „Allt sem við gerum með þetta þarf að vera gert í opnu og gagnsæju ferli og mögulegir kaupendur, hvort sem það er almenningar eða aðrir aðilar, það þarf að vera alveg skýrt hvert hlutverk ríkissjóðs er á þessum markaði. Hún segir mörg tækifæri til að lækka kostnað innan bankakerfisins, með samnýtingu upplýsingakerfa til dæmis, og telur að samkeppnisyfirvöld séu að verða opnari fyrir því. „Ég held að það sé aukinn skilningur, þó að ég þori ekki að fullyrða akkúrat hérna nákvæmlega hvernig þeim samskiptum er háttað.“Hlusta má á Lilju Alfreðsdóttur ræða málefni bankanna, auk fleiri mála, í spilaranum hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00 Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45 Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir. Samstaða sé innan ríkisstjórnar um söluna en í fjárlögum er heimild til sölu á hlutum í Íslandsbanka og Landsbanka. Í fjárlögum næsta árs er sem fyrr heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem og hlutinn í Landsbankanum. Fréttablaðið greindi frá nýju minnisblaði Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignarhlutina, í vikunni. Þar komi fram að næsta skref í söluferli bankanna sé að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð. Bókfært eigið fé Íslandsbanka nam um 175 milljörðum króna um mitt þetta ár og fjórðungshlutur hljóðar því upp á um 44 milljarða króna. Lilja Alfreðsdóttir, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál, fór yfir næstu skref varðandi sölu á bönkunum í Sprengisandi í morgun. Hún vildi ekkert gefa upp um tímasetningar varðandi söluna en sagði þó góða samstöðu innan ríkisstjórnar um málið. „Bankasýslan hefur verið að vinna að ákveðnum tillögum og það þarf að halda þeirri vinnu áfram en fyrst og síðast þá þarf að ríkja pólitísk sátt um næstu skref og meta virkilega hver staðan er.“ Þá sé forsenda að uppfæra eigendastefnu ríkisins. „Við höfum talað um að Landsbankinn verði í eigu ríkissjóðs en í núverandi eigendastefnu er það ekki gefið til kynna,“ segir Lilja. „Allt sem við gerum með þetta þarf að vera gert í opnu og gagnsæju ferli og mögulegir kaupendur, hvort sem það er almenningar eða aðrir aðilar, það þarf að vera alveg skýrt hvert hlutverk ríkissjóðs er á þessum markaði. Hún segir mörg tækifæri til að lækka kostnað innan bankakerfisins, með samnýtingu upplýsingakerfa til dæmis, og telur að samkeppnisyfirvöld séu að verða opnari fyrir því. „Ég held að það sé aukinn skilningur, þó að ég þori ekki að fullyrða akkúrat hérna nákvæmlega hvernig þeim samskiptum er háttað.“Hlusta má á Lilju Alfreðsdóttur ræða málefni bankanna, auk fleiri mála, í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00 Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45 Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00
Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45
Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30