Erlent

Harris hættir við forsetaframboð sitt

Samúel Karl Ólason skrifar
Kamala Harris.
Kamala Harris. AP/John Bazemore
Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris hefur tekið þá ákvörðun að binda enda á baráttu sína í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hún segir erfiðleika í fjáröflun vega mest í ákvörðun hennar, sem hún segir eina þeirra erfiðustu sem hún hefur tekið.

Harris, sem situr á þingi fyrir Kaliforníu og er fyrrverandi ríkissaksóknari þar, hóf framboð sitt fyrir framan 20 þúsund manns í janúar og byrjaði það mjög vel. Hún tryggði sér tólf milljónir dala á fyrstu þremur mánuðunum og stuðning margra mikilvægra aðila innan Demókrataflokksins. Þegar fjölgaði meðal frambjóðanda tókst henni þó ekki að bæta við sig fylgi né auka styrki til framboðsins.

Í skoðanakönnunum náði Harris ekki upp í tíu prósent, hvorki á könnunum á landsvísu eða einstaka ríkjum.

Nú eru fimmtán frambjóðendur eftir í forvali Demókrataflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×