Erlent

Fimm Co­vid-sjúk­lingar fórust í bruna á sjúkra­húsi í Péturs­borg

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp a´gjörgæsludeild sjúkrahús Heilags Georgs í Pétursborg.
Eldurinn kom upp a´gjörgæsludeild sjúkrahús Heilags Georgs í Pétursborg. AP

Fimm sjúklingar smitaðir af kórónuveirunni létu lífið í Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kom upp á gjörgæsludeildinni á sjúkrahúsi heilags Georgs þar sem fólkið lá, tengt við öndunarvélar.

Svo virðist sem skammhlaup í öndunarvél hafi orsakað brunann, en alls þurftu 150 manns að yfirgefa sjúkrahúsið vegna ástandsins að sögn yfirvalda. Búið var að slökkva eldinn eftir að hann hafði logað í um hálftíma.

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að sakamálarannsókn er hafin á upptökum brunans.

Rússar standa í harðri baráttu við veiruna og nú er svo komið að landið er í fjórða sæti yfir fjölda smita, á eftir Bandaríkjunum, Spáni og Bretlandi. Alls hefur verið tilkynnt um 220 þúsund smit í Rússlandi og eru nú rúmlega tvö þúsund dauðsföll rakin til Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×