Innlent

Boða til upplýsingafundar vegna eldgossins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá upplýsingafundi almannavarna og Veðurstofu Íslands vegna gosóróa sem mældist á Reykjanesi 3. mars síðastliðinn.
Frá upplýsingafundi almannavarna og Veðurstofu Íslands vegna gosóróa sem mældist á Reykjanesi 3. mars síðastliðinn. Lögreglan

Almannavarnir og Veðurstofa Íslands boða til upplýsingafundar klukkan 14 þann 20. mars vegna eldgossins í Geldingadal. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi. 

Fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum um fundinn nú á þriðja tímanum í nótt að þegar staðfest var að gos væri hafið hefði almannavarnastig á landinu verið fært á neyðarstig. Samhæfingastöð og aðgerðarstjórn á Suðurnesjum hafi verið virkjaðar.

Þá hafi tilkynningar borist frá viðbragðsaðilum á svæðinu um illa búið fólk á gangi í átt að gosstöðvunum. Almannavarnir hverja fólk eindregið til að halda sig fjarri svæðinu á meðan vísindafólk metur stöðuna. Svæðið geti verið hættulegt, bæði vegna gasmengunar og 

Þá er drónaflug bannað yfir gossvæðinu til hádegis 20. mars. Vegna vísindaflugs gæti þurft að stöðva flug og drónaflug með stuttum fyrirvara næstu daga.

Jafnframt má búast við gasmengun í Þorlákshöfn í kvöld og nótt, að sögn almannavarna. Fólk er beðið að halda sig inni og loka gluggum. 

„Hætta getur skapast í lægðum í landslagi fyrir þá sem fara nærri gosstöðvum og því er fólki bent á að vera ekki á svæðinu. Upp úr miðnætti fóru vísindamenn inn á svæðið til að mæla gasmengun og vænta má niðurstöðu frá þeim í nótt.“

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fundinum var frestað til klukkan 14.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×