Sport

Ármann og Þróttur þjóna nýjum hverfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kvennalið Þróttar í knattspyrnu verður í framtíðinni vafalítið að hluta skipað leikmönnum sem eru uppaldir í Voga- og Höfðabyggð, hverfum sem eru í uppbyggingu.
Kvennalið Þróttar í knattspyrnu verður í framtíðinni vafalítið að hluta skipað leikmönnum sem eru uppaldir í Voga- og Höfðabyggð, hverfum sem eru í uppbyggingu. Vísir/Hulda Margrét

Íþróttafélögin Ármann og Þróttur munu sameiginlega þjóna nýjum hverfum í Voga- og Höfðabyggð. Þá munu félögin einnig þjóna Bryggjuhverfi þegar skóli verður kominn þangað. Svo segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerði tillögur um þetta eftir samráð við fulltrúa íþróttafélaganna Ármanns, Fjölnis, Fylkis, Víkings og Þróttar og voru tillögurnar samþykktar í borgarráði í gær. 

Ármann og Þróttur munu eftir sem áður þjóna Laugardalssvæðinu áfram en skoðað verður hvort höfuðstöðvar Ármanns og félagsaðstaða flytjist í Vogabyggð eða hvort sameiginlegar höfuðstöðvar félaganna verði áfram í Laugardal.

Gert er ráð fyrir að gengið verði til samninga við Ármann og Þrótt um þjónustu, uppbyggingu og rekstur í hverfunum. Ekki er gert ráð fyrir að fjölga hverfafélögum heldur veiti Ármann og Þróttur heildstæða þjónustu í sameiningu á öllu starfssvæðinu, sem byggi á því að þjónusta félaganna eftir íþróttagreinum skarist hvergi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×