Fótbolti

Hamrarnir hafa verk að vinna á heimavelli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn West Ham þurftu að sætta sig við 1-0 tap gegn Sevilla í Evrópudeildinni í kvöld.
Leikmenn West Ham þurftu að sætta sig við 1-0 tap gegn Sevilla í Evrópudeildinni í kvöld. Mateo Villalba/Quality Sport Images/Getty Images

Sevilla vann góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti West Ham í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn í fyrri hálfleik og því var staðan enn 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Það var svo Munir El Haddadi sem skoraði eina mark kvöldsins eftir klukkutíma leik og tryggði Sevilla þar með 1-0 sigur.

Liðin mætast á ný að viku liðinni í Lundúnum og þar er verk að vinna fyrir West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×