Körfubolti

Höttur og Sindri komin í 1-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Guardia Ramos var með 20 stig og 9 fráköst í kvöld.
David Guardia Ramos var með 20 stig og 9 fráköst í kvöld. Vísir/Vilhelm

Höttur og Sindri fögnuðu sigri á heimavelli þegar úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta hófst með tveimur spennandi leikjum í kvöld.

Hattarmenn unnu eins stigs sigur á Fjölni á Egilsstöðum, 107-106, þar sem Timothy Guers tryggði liðinu sigurinn á vítalínunni.

Fjölnismenn byrjuðu vel og voru yfir í hálfleik en heimamenn voru sterkari í lokin.

Timothy Guers skoraði 35 stig og var líka með 9 stoðsendingar. Arturo Fernandez Rodriguez skoraði 22 stig og David Guardia Ramos var með 20 stig. Dwayne Ross Foreman Jr. og Mirza Sarajlija skoruðu báðir 32 stig fyrir Fjölni.

Sindri vann átta stiga sigur á Álftanesi á Hornafirði, 98-90, þar sem liðið lagði grunninn að sigrinum með flottum öðrum leikhluta sem liðið vann 27-18.

Detrek Marqual Browning skoraði 28 stig fyrir Sindra og Jordan Connors var með 19 stig og 19 fráköst. Dino Stipcic var atkvæðamestur í liði Álftaness með 27 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar en Ragnar Jósef Ragnarsson skoraði 18 stig.

Höttur og Sindri eru því komin í 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið um eitt laust sæti í Subway-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×