Handbolti

Ágúst og Elvar öflugir í naumu tapi gegn GOG

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Svekkjandi tap hjá Ágústi og félögum í dag.
Svekkjandi tap hjá Ágústi og félögum í dag. Ribe-Esbjerg

Íslendingalið Ribe Esbjerg tapaði með minnsta mun fyrir GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Leiknum lauk 33-32 fyrir GOG eftir að staðan í leikhléi var jöfn, 16-16.

Elvar Ásgeirsson átti góðan leik fyrir Ribe Esbjerg, var næstmarkahæsti leikmaður liðsins með fimm mörk úr átta skotum auk þess að leggja upp tvö mörk.

Ágúst Elí Björgvinsson stóð í marki Ribe Esbjerg stærstan hluta leiksins og átti góða spretti en hann varði þrettán skot í leiknum.

Arnar Birkir Hálfdánsson náði ekki að koma sér á blað þrátt fyrir tvær tilraunir.

Ribe Esbjerg er í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig eftir átta leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×