Innlent

Bein útsending: Lúðrablástur og fyrirmenni við vígslu ramps númer þrjú hundruð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haraldur Þorleifsson, oft kenndur við Ueno og starfsmaður hjá Twitter, er maðurinn á bak við verkefnið. Guðni Th. Jóhannesson forseti mætti í Mjóddina í tilefni af tímamótunum.
Haraldur Þorleifsson, oft kenndur við Ueno og starfsmaður hjá Twitter, er maðurinn á bak við verkefnið. Guðni Th. Jóhannesson forseti mætti í Mjóddina í tilefni af tímamótunum. Vísir/Vilhelm

Römpum upp Ísland vígir ramp númer þrjú hundruð klukkan 11:30 í Mjóddinni. Verkefnið snýr að því að setja upp eitt þúsund rampa um allt land á fjórum árum. Sýnt verður beint frá athöfninni á Stöð 2 Vísi.

Þau sem taka til máls:

  • Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari verkefnisins
  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  • Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og forsprakki Römpum upp Ísland
  • Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra Brandenburg, stýrir viðburðinum auk þess sem skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla spilar tónlist fyrir gesti og gangandi.

Um verkefnið:

Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp 1.000 rampa á næstu 4 árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×