Fótbolti

Borgaði 76 milljónir úr eigin vasa til að geta farið til æskufélagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Perez á tíma sínum sem leikmaður Arsenal en hann náði aldrei að stimpla sig almennilega inn hjá félaginu.
Lucas Perez á tíma sínum sem leikmaður Arsenal en hann náði aldrei að stimpla sig almennilega inn hjá félaginu. Getty/Stuart MacFarlane

Fyrrum leikmaður Arsenal var svo ákveðinn í að komast aftur heim til æskufélagsins að hann var tilbúinn að kaupa sjálfur upp samninginn sinn.

Lucas Pérez er 34 ára gamall framherji sem spilaði með Arsenal frá 2016 til 2018.

Hann var á samningi hjá spænska A-deildarfélaginu Cádiz en borgaði sjálfur fimm hundruð þúsund evrur til að losna undan samninginn og fara niður um tvær deildir. Það er sama og 76 milljónir íslenskra króna.

Lucas Pérez er fæddur í A Coruña á Spáni og er nú orðinn leikmaður Deportivo La Coruña sem hann spilaði með áður en hann kom til Arsenal 28 ára gamall.

Pérez hafði skorað 3 mörk í 14 deildarleikjum með Cádiz á leiktíðinni.

Deportivo La Coruña var fyrir nokkrum árum efstu deildar klúbbur og spilaði í La Liga þegar Pérez skoraði 17 mörk í 36 leikjum með liðinu tímabilið 2015-16 og 8 mörk í 35 leikjum leiktíðina 2017-18.

Liðið féll úr La Loga vorið 2018 og svo aftur niður í C-deild tveimur árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×