Fótbolti

Lítið kraftaverk hjá Frenkie de Jong

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frenkie de Jong í leik Barcelona á móti Espanyol um helgina en hér hefur Fernando Calero brotið á Hollendingnum.
Frenkie de Jong í leik Barcelona á móti Espanyol um helgina en hér hefur Fernando Calero brotið á Hollendingnum. AP/Joan Monfort

Líklega hefur ekki farið fram hjá mörgum fótboltaáhugamönnum spjaldagleði spænska dómarans Antonio Mateu Lahoz.

Sá spænski hefur lyft hverju spjaldinu á fætur öðru í síðustu tveimur leikjum sínum.

Fyrst setti hann HM-met í gulum spjöldum í leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar þegar hann gaf fimmtán gul og eitt rautt spjald.

Í fyrsta leiknum á Spáni eftir HM gaf hann svo sautján spjöld til viðbótar, fimmtán gul og eitt rautt spjald. Leikurinn á Spáni var Katalóníuslagurinn á milli Barcelona og Espanyol á Nývangi.

Það er út af þessu sjaldafyllerí spænska dómarans sem menn hafa vakið athygli á því að einn leikmaður spilaði báða þessa leiki.

Það var hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hjá Barcelona. Merkilegast við það er að hann fékk ekki spjald hjá Lahoz í þessum leikjum sem sumum finnst bara lítið kraftaverk hjá De Jong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×