Fótbolti

Cody Gakpo formlega orðinn leikmaður Liverpool

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cody Gakpo getur loksins farið að æfa og spila með Liverpool.
Cody Gakpo getur loksins farið að æfa og spila með Liverpool. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Hollenski framherjinn Cody Gakpo er formlega orðinn leikmaður Liverpool nú þegar búið er að skrifa undir alla nauðsynlega pappíra og atvinnuleyfi á Englandi er komið í hús.

Leikmaðurinn getur því farið að æfa og spila með liðinu, en ekki náðist að klára að afgreiða atvinnuleyfi fyrir Gakpo fyrir leik Liverpool gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gakpo gat því ekki leikið með liðinu í gærkvöldi og mátti raunar ekki æfa með félaginu.

Liverpool og Gakpo hafa hins vegar afgreitt alla pappíra, sem og atvinnuleyfi, og hollenski sóknarmaðurinn getur því hafið æfingar með liðinu. Gera má ráð fyrir því að þessi 23 ára gamli leikmaður leiki sinn fyrsta leik fyrir Liverpool er liðið tekur á móti Wolves í ensku bikarkeppninni næstkomandi laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×