Viðskipti innlent

Tveir hækkaðir í tign og fjölgun á samskiptasviði Norðuráls

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Óskar, Margrét Rós og Þorsteinn Ingi.
Guðmundur Óskar, Margrét Rós og Þorsteinn Ingi.

Norðurál hefur ráðið þrjá nýja stjórnendur. Tveir þeirra hafa starfað hjá fyrirtækinu við önnur störf en sá þriðji hefur reynslu úr fjölmiðlum og viðburðastjórnun.

Guðmundur Óskar Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri steypuskála hjá Norðuráli. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2008 við ýmis störf, síðast sem deildarstjóri þjónustu og búnaðar steypuskála, en lengst af sem formaður aðalverkstæðis. Guðmundur Óskar útskrifaðist sem hátæknifræðingur frá Syddansk Universitet og er með sveinsbréf í vélvirkjun.

Margrét Rós Gunnarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á samskiptasviði Norðuráls. Margrét Rós hefur fjölbreytta reynslu úr fjölmiðlum, viðburðastjórnun og samskiptum. Áður en hún kom til Norðuráls vann hún við innri samskipti og viðburðastjórnun hjá Alvotech. Í fjölmiðlum vann hún lengst af hjá RÚV og SkjáEinum, aðallega við dagskrárgerð og fréttir. Margrét Rós stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Þorsteinn Ingi Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri öryggis-, umhverfis- og umbótasviðs hjá Norðuráli, en Þorsteinn hefur starfað sem deildarstjóri áreiðanleikafræða og verkáætlana hjá fyrirtækinu. Hann er með meistaragráðu í vélaverkfræði frá University of Karlsruhe í Þýskalandi og MBA gráðu frá University of Massachusetts í Bandaríkjunum. 

Þorsteinn hefur um 20 ára reynslu úr framleiðslugeiranum, t.d. frá Mercedes Bens, Stanadyne Corporation, Rio Tinto og Ford Motor Company þar sem hann stýrði m.a. verkefnum tengdum gæðastjórnun, umbótum á framleiðsluferlum og vöruþróun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×