Innlent

Jóhannes og Krist­mundur nýir í stjórn Sam­takanna '78

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vinstri: Jóhannes Þór Skúlason, Vera Illugadóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Álfur Birkir Bjarnason, Mars M. Proppé og Kristmundur Pétursson.
Frá vinstri: Jóhannes Þór Skúlason, Vera Illugadóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Álfur Birkir Bjarnason, Mars M. Proppé og Kristmundur Pétursson. Samtökin '78

Á aðalfundi Samtakanna '78 sem fram fór í dag var kosið í þrjú sæti. Jóhannes Þór Skúlason og Kristmundur Pétursson koma nýir inn í stjórnina en Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir var endurkjörin. Þá var Álfur Birkir Bjarnason endurkjörinn formaður. 

Hátt í sextíu manns mættu á fundinn en þar voru ýmis mál rædd ásamt því að kosið var í stjórnina. 

Fyrir sitja Bjarndís Helga Tómasdóttir, Mars M. Proppé og Vera Illugadóttir í stjórninni. Stjórn mun skipta með sér embættum á fyrsta stjórnarfundi sínum.

Kosið var í nýtt félagaráð en það eru Alex Diljar Birkisbur Hellsing, Björgvin Ægir Elisson, Erlingur Sigvaldason, Guðrún Úlfarsdóttir, Hrönn Svansdóttir, Móberg Ordal og Ragnar Pálsson sem skipa það. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×